Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 20. janúar 2026 13:00 Umræða um breytt öryggisumhverfi á norðurslóðum hefur verið áberandi undanfarið. Nú hefur þessi umræða tekið á sig afar óþægilega mynd fyrir fullvalda, en varnarlaust, smáríki í norðurhöfum. Þegar stjórnvöld í Bandaríkjunum láta í veðri vaka að þau séu reiðubúin að beita hervaldi gagnvart Grænlandi – nágranna okkar í aðeins um 290 kílómetra fjarlægð – blasir við nýr veruleiki. Fullveldi og landamæri smáríkja eru ekki lengur sjálfsögð og studd alþjóðalögum, heldur háð vilja stórvelda. Í slíkum aðstæðum er ekki lengur hægt að láta sem Ísland standi utan við átökin eða geti treyst á tvíhliða varnarsamstarf við ríkið sem ógnar fullveldi nágranna okkar. Saga smáríkja kennir okkur hið gagnstæða: ein og sér eru þau berskjölduð, en í bandalagi við önnur ríki sem lúta sameiginlegum reglum styrkja þau bæði öryggi sitt og pólitískt sjálfstæði. Það er í þessu samhengi sem Evrópusambandið kemur til sögunnar sem mikilvægur valkostur fyrir Ísland til að tryggja fullveldi sitt og sjálfstæði. Evrópusambandið er ekki ríki, heldur pólitískt og efnahagslegt samstarf ríkja sem hafna landráni, virða fullveldi og byggja starf sitt á alþjóðalögum, lýðræði og mannréttindum. Þar ríkir gagnkvæm varnarskylda aðildarríkja, en jafnframt skýr krafa um að deilur séu leystar með lögum, ekki valdi. Það skiptir máli að minna á að aðild að Evrópusambandinu grefur ekki undan sjálfstæði ríkja. Þvert á móti hafa smáríki innan sambandsins – þar á meðal þrjú Norðurlönd – styrkt stöðu sína í heimi þar sem óvissan eykst stöðugt. Hvar stæði Danmörk í dag, í deilum sínum við Trump, ef hún væri utan sambandsins? Af þessum ástæðum hefur stjórn Evrópuhreyfingarinnar sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið hið fyrsta. Slík atkvæðagreiðsla er ekki skuldbinding um aðild, heldur lýðræðisleg ákvörðun um hvort þjóðin vilji kanna þann kost af alvöru. Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um framtíð sína. En til þess þarf hún að fá tækifæri til að taka upplýsta afstöðu. Í ljósi stigmögnunar á norðurslóðum, breyttra áherslna stórvelda og vaxandi óvissu í alþjóðakerfinu er það ekki aðeins eðlilegt, heldur brýnt, að sú umræða fari fram nú þegar. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Sjá meira
Umræða um breytt öryggisumhverfi á norðurslóðum hefur verið áberandi undanfarið. Nú hefur þessi umræða tekið á sig afar óþægilega mynd fyrir fullvalda, en varnarlaust, smáríki í norðurhöfum. Þegar stjórnvöld í Bandaríkjunum láta í veðri vaka að þau séu reiðubúin að beita hervaldi gagnvart Grænlandi – nágranna okkar í aðeins um 290 kílómetra fjarlægð – blasir við nýr veruleiki. Fullveldi og landamæri smáríkja eru ekki lengur sjálfsögð og studd alþjóðalögum, heldur háð vilja stórvelda. Í slíkum aðstæðum er ekki lengur hægt að láta sem Ísland standi utan við átökin eða geti treyst á tvíhliða varnarsamstarf við ríkið sem ógnar fullveldi nágranna okkar. Saga smáríkja kennir okkur hið gagnstæða: ein og sér eru þau berskjölduð, en í bandalagi við önnur ríki sem lúta sameiginlegum reglum styrkja þau bæði öryggi sitt og pólitískt sjálfstæði. Það er í þessu samhengi sem Evrópusambandið kemur til sögunnar sem mikilvægur valkostur fyrir Ísland til að tryggja fullveldi sitt og sjálfstæði. Evrópusambandið er ekki ríki, heldur pólitískt og efnahagslegt samstarf ríkja sem hafna landráni, virða fullveldi og byggja starf sitt á alþjóðalögum, lýðræði og mannréttindum. Þar ríkir gagnkvæm varnarskylda aðildarríkja, en jafnframt skýr krafa um að deilur séu leystar með lögum, ekki valdi. Það skiptir máli að minna á að aðild að Evrópusambandinu grefur ekki undan sjálfstæði ríkja. Þvert á móti hafa smáríki innan sambandsins – þar á meðal þrjú Norðurlönd – styrkt stöðu sína í heimi þar sem óvissan eykst stöðugt. Hvar stæði Danmörk í dag, í deilum sínum við Trump, ef hún væri utan sambandsins? Af þessum ástæðum hefur stjórn Evrópuhreyfingarinnar sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að íslensk stjórnvöld boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið hið fyrsta. Slík atkvæðagreiðsla er ekki skuldbinding um aðild, heldur lýðræðisleg ákvörðun um hvort þjóðin vilji kanna þann kost af alvöru. Íslenska þjóðin á að eiga síðasta orðið um framtíð sína. En til þess þarf hún að fá tækifæri til að taka upplýsta afstöðu. Í ljósi stigmögnunar á norðurslóðum, breyttra áherslna stórvelda og vaxandi óvissu í alþjóðakerfinu er það ekki aðeins eðlilegt, heldur brýnt, að sú umræða fari fram nú þegar. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun