Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar 23. janúar 2026 09:32 „Það vantar íbúðir.“ Þannig hljómar viðkvæðið í umræðu um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Þegar betur er rýnt í stöðu Kópavogs blasir við tvöfaldur vandi: það er ekki verið að byggja nægilega mikið miðað eigin þarfagreiningu bæjarins – og stór hluti þeirra íbúða sem eru í uppbyggingu eru of stórar og of dýrar fyrir venjulegt launafólk. Samkvæmt mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru um 184 íbúðir í byggingu í Kópavogi. Tæplega 65% þeirra eru yfir 100 fermetrar að stærð. Þetta eru íbúðir sem henta síður ungu fólki, fjölskyldum eða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að húsnæðisáætlun Kópavogs leggur skýra áherslu á litlar og hagkvæmar íbúðir undir 90 fermetrum. Þörfin er vel greind á pappír, en uppbyggingin í raunveruleikanum fylgir ekki þeim markmiðum. Þá er einnig áhyggjuefni að frá árinu 2024-2025 fækkaði Kópavogsbúum fæddum á árunum 1990-1999 um 26 einstaklinga. Í sama aldursflokki á árunum 2023-2024 fjölgaði í þeim sama hópi um 189 einstaklinga. Þessar tölur sýna okkur að ungt fólk er að flytja úr bænum, enda tækifærin til að festa kaup á íbúð innan bæjarins þverrandi. Þá höfum við einnig dæmi um einhverskonar lóðabrask þar sem ákveðið mynstur hefur verið að skapast: fjárfestir kaupir lóð eða eldri eign, þrýstir á breytingar á deiliskipulagi með útblásnum tillögum um aukið byggingarmagn og selur svo verkefnið áfram um leið og skipulagið hefur verið auglýst. Á því stigi hefur verðmæti lóðarinnar hækkað gríðarlega, án þess að ein einasta íbúð hafi verið byggð. Hundruð milljóna, jafnvel allt að milljarður króna, verða til í virðisaukningu sem sprettur beint úr skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Næsti aðili sækir síðan um frekari breytingar: stærri íbúðir, færri íbúðir, meiri lúxus. Útkoman er enn dýrari og stærra húsnæði sem selst illa. HMS hefur bent á að nýjar íbúðir seljist nú mun hægar en eldri eignir og á hærra fermetraverði. Staðreyndin er því sú að framboð er ekki í takt við þarfir fólks. Þetta er síður en svo óumflýjanleg þróun heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Sveitarfélagið hefur verkfæri til að breyta þessu: setja skýr skilyrði við lóðarúthlutanir og tryggja hlutfall hagkvæmra íbúða í takt við þarfagreiningu bæjarins og áherslur í Húsnæðisáætlun bæjarins ásamt því að auka gagnsæi í skipulagsferlinu. Spurningin er einföld: fyrir hvern erum við að byggja? Ef svarið á að vera „venjulegt fólk“, þá þurfum við að haga uppbyggingunni í samræmi við það. Höfundur er frambjóðandi til oddvita Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Kópavogur Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
„Það vantar íbúðir.“ Þannig hljómar viðkvæðið í umræðu um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. Þegar betur er rýnt í stöðu Kópavogs blasir við tvöfaldur vandi: það er ekki verið að byggja nægilega mikið miðað eigin þarfagreiningu bæjarins – og stór hluti þeirra íbúða sem eru í uppbyggingu eru of stórar og of dýrar fyrir venjulegt launafólk. Samkvæmt mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) eru um 184 íbúðir í byggingu í Kópavogi. Tæplega 65% þeirra eru yfir 100 fermetrar að stærð. Þetta eru íbúðir sem henta síður ungu fólki, fjölskyldum eða þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að húsnæðisáætlun Kópavogs leggur skýra áherslu á litlar og hagkvæmar íbúðir undir 90 fermetrum. Þörfin er vel greind á pappír, en uppbyggingin í raunveruleikanum fylgir ekki þeim markmiðum. Þá er einnig áhyggjuefni að frá árinu 2024-2025 fækkaði Kópavogsbúum fæddum á árunum 1990-1999 um 26 einstaklinga. Í sama aldursflokki á árunum 2023-2024 fjölgaði í þeim sama hópi um 189 einstaklinga. Þessar tölur sýna okkur að ungt fólk er að flytja úr bænum, enda tækifærin til að festa kaup á íbúð innan bæjarins þverrandi. Þá höfum við einnig dæmi um einhverskonar lóðabrask þar sem ákveðið mynstur hefur verið að skapast: fjárfestir kaupir lóð eða eldri eign, þrýstir á breytingar á deiliskipulagi með útblásnum tillögum um aukið byggingarmagn og selur svo verkefnið áfram um leið og skipulagið hefur verið auglýst. Á því stigi hefur verðmæti lóðarinnar hækkað gríðarlega, án þess að ein einasta íbúð hafi verið byggð. Hundruð milljóna, jafnvel allt að milljarður króna, verða til í virðisaukningu sem sprettur beint úr skipulagsvaldi sveitarfélagsins. Næsti aðili sækir síðan um frekari breytingar: stærri íbúðir, færri íbúðir, meiri lúxus. Útkoman er enn dýrari og stærra húsnæði sem selst illa. HMS hefur bent á að nýjar íbúðir seljist nú mun hægar en eldri eignir og á hærra fermetraverði. Staðreyndin er því sú að framboð er ekki í takt við þarfir fólks. Þetta er síður en svo óumflýjanleg þróun heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Sveitarfélagið hefur verkfæri til að breyta þessu: setja skýr skilyrði við lóðarúthlutanir og tryggja hlutfall hagkvæmra íbúða í takt við þarfagreiningu bæjarins og áherslur í Húsnæðisáætlun bæjarins ásamt því að auka gagnsæi í skipulagsferlinu. Spurningin er einföld: fyrir hvern erum við að byggja? Ef svarið á að vera „venjulegt fólk“, þá þurfum við að haga uppbyggingunni í samræmi við það. Höfundur er frambjóðandi til oddvita Viðreisnar í Kópavogi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun