Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar 24. janúar 2026 09:01 Villtur lax, atvinnugrundvöllur bænda og ábyrgð stjórnvalda Umræða um laxeldi á Íslandi er oft sett fram sem togstreita milli atvinnuuppbyggingar og náttúruverndar. Sú mynd er villandi. Fyrir marga bændur og landeigendur snýst málið ekki um hugmyndafræði, heldur um afkomu, eignir og framtíð byggða sem byggja á heilbrigðum villtum laxastofnum. Sala laxveiðileyfa er víða stór hluti heildartekna bænda við laxveiðiár og í mörgum tilvikum forsenda þess að búseta og rekstur í dreifbýli standi undir sér. Þessi verðmæti eru ekki tilfallandi, heldur byggð upp á áratugum eða jafnvel öldum, af sjálfbærni nýtingu villtra laxastofna. Þegar villtur lax veikist eða hverfur rýrnar ekki aðeins veiði – heldur verðmæti jarða, réttinda og heilla byggðarlaga. Ein alvarlegasta og varanlegasta ógnin sem opin sjókvíaeldi skapa er erfðablöndun. Þegar frjór eldislax sleppur úr kvíum og gengur upp í ár blandast erfðaefni hans inn í villta stofna. Þetta er ekki tímabundið umhverfisvandamál, heldur óafturkræf breyting á líffræðilegum grunni stofnanna. Rannsóknir sýna að blendingar eldis- og villtra laxa hafa almennt minni lífshæfni, breytta hegðun og lakari aðlögun að náttúrulegu umhverfi. Slík áhrif geta leitt til hnignunar stofna yfir margar kynslóðir, jafnvel án þess að um stórfellda sleppingu sé að ræða í hvert sinn. Ábyrgð stjórnvalda Hér kemur ábyrgð stjórnvalda skýrt til sögunnar. Nýtt lagareldisfrumvarp setur markmið um vernd villtra nytjastofna og vistkerfa, en í framkvæmd tryggir það fyrst og fremst áframhaldandi uppbyggingu lagareldis sem atvinnugreinar. Verndarsjónarmið eru að stórum hluta óbindandi, háð geðþóttakvörðunum og óljósum reglugerðum. Áhættan er öll hjá landeigendum, bændum og náttúrunni. Málið snýst þó ekki aðeins um veiði eða efnahag. Villtur lax er lykiltegund í íslenskri náttúru og gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfum áa, vatnasviða og strandhafs. Hann flytur næringarefni, styður líffræðilegan fjölbreytileika og er hluti af náttúrulegu jafnvægi sem við berum ábyrgð á að varðveita. Í þessu ljósi er rangt að líta á gagnrýni á opið sjókvíaeldi sem sérhagsmunabaráttu veiðiréttarhafa. Hér er um að ræða réttlætismál: hver ber áhættuna af stefnumótun stjórnvalda og hver nýtur ávinningsins. Ef Ísland ætlar að halda í sína einstöku stöðu hvað varðar villta laxastofna og hreina náttúru þarf stefnumótun um lagareldi að byggja á raunverulegri varúð, skýrri ábyrgð og takmörkunum á opnu sjókvíaeldi. Annars er hætt við að við fórnum varanlegum verðmætum fyrir skammtímaávinning sem aðrir uppskera. Höfundur er laganemi og leiðsögumaður við laxveiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Villtur lax, atvinnugrundvöllur bænda og ábyrgð stjórnvalda Umræða um laxeldi á Íslandi er oft sett fram sem togstreita milli atvinnuuppbyggingar og náttúruverndar. Sú mynd er villandi. Fyrir marga bændur og landeigendur snýst málið ekki um hugmyndafræði, heldur um afkomu, eignir og framtíð byggða sem byggja á heilbrigðum villtum laxastofnum. Sala laxveiðileyfa er víða stór hluti heildartekna bænda við laxveiðiár og í mörgum tilvikum forsenda þess að búseta og rekstur í dreifbýli standi undir sér. Þessi verðmæti eru ekki tilfallandi, heldur byggð upp á áratugum eða jafnvel öldum, af sjálfbærni nýtingu villtra laxastofna. Þegar villtur lax veikist eða hverfur rýrnar ekki aðeins veiði – heldur verðmæti jarða, réttinda og heilla byggðarlaga. Ein alvarlegasta og varanlegasta ógnin sem opin sjókvíaeldi skapa er erfðablöndun. Þegar frjór eldislax sleppur úr kvíum og gengur upp í ár blandast erfðaefni hans inn í villta stofna. Þetta er ekki tímabundið umhverfisvandamál, heldur óafturkræf breyting á líffræðilegum grunni stofnanna. Rannsóknir sýna að blendingar eldis- og villtra laxa hafa almennt minni lífshæfni, breytta hegðun og lakari aðlögun að náttúrulegu umhverfi. Slík áhrif geta leitt til hnignunar stofna yfir margar kynslóðir, jafnvel án þess að um stórfellda sleppingu sé að ræða í hvert sinn. Ábyrgð stjórnvalda Hér kemur ábyrgð stjórnvalda skýrt til sögunnar. Nýtt lagareldisfrumvarp setur markmið um vernd villtra nytjastofna og vistkerfa, en í framkvæmd tryggir það fyrst og fremst áframhaldandi uppbyggingu lagareldis sem atvinnugreinar. Verndarsjónarmið eru að stórum hluta óbindandi, háð geðþóttakvörðunum og óljósum reglugerðum. Áhættan er öll hjá landeigendum, bændum og náttúrunni. Málið snýst þó ekki aðeins um veiði eða efnahag. Villtur lax er lykiltegund í íslenskri náttúru og gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfum áa, vatnasviða og strandhafs. Hann flytur næringarefni, styður líffræðilegan fjölbreytileika og er hluti af náttúrulegu jafnvægi sem við berum ábyrgð á að varðveita. Í þessu ljósi er rangt að líta á gagnrýni á opið sjókvíaeldi sem sérhagsmunabaráttu veiðiréttarhafa. Hér er um að ræða réttlætismál: hver ber áhættuna af stefnumótun stjórnvalda og hver nýtur ávinningsins. Ef Ísland ætlar að halda í sína einstöku stöðu hvað varðar villta laxastofna og hreina náttúru þarf stefnumótun um lagareldi að byggja á raunverulegri varúð, skýrri ábyrgð og takmörkunum á opnu sjókvíaeldi. Annars er hætt við að við fórnum varanlegum verðmætum fyrir skammtímaávinning sem aðrir uppskera. Höfundur er laganemi og leiðsögumaður við laxveiði.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun