Fótbolti

Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga for­skoti á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lautaro Martinez fagnar jöfnunarmarki Internazionale í kvöld en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.
Lautaro Martinez fagnar jöfnunarmarki Internazionale í kvöld en liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Getty/Marco Luzzani

Internazionale lenti 0-2 undir á heimavelli á móti Pisa í ítölsku deildinni en svaraði með markaveislu.

Inter-menn unnu leikinn 6-2 en þeir komust fyrst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Með þessum sigri náði Internazionale sex stiga forskoti á nágrannana í AC Milan á toppi ítölsku deildarinnar. AC Milan á leik inni um helgina.

Sex leikmenn skoruðu þessi sex mörk fyrir Internazionale á San Siro í kvöld.

Stefano Moreo kom Pisa-liðinu í 2-0 með mörkum á 11. og 23. mínútu.

Piotr Zielinski minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 39. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði Lautaro Martinez metin með skalla.

Francesco Pio Esposito skallaði boltann í netið í uppbótartímanum og kom Inter í 3-2.

Federico Dimarco, Ange-Yoan Bonny og Henrikh Mkhitaryan skoruðu allir á síðustu átta mínútum leiksins og gulltryggðu öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×