Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Eiður Þór Árnason skrifar 23. janúar 2026 22:36 Heiða Björg Hilmisdóttir kannaðist ekki við skilaboð sín í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir því að hafa sent umrædda orðsendingu. „Sæl kæra […] nú er prófkjör í Samfylkingu á laugardaginn og það er óvenju opið og mikið verið að smala fólki til þátttöku,“ segir í skilaboðunum sem sýnd voru í Pallborðinu á Vísi í dag. „Þetta kostar ekkert og ef fólki vil [sic] getur það skráð sig úr félaginu aftur eftir helgina. Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur [sic] á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur. Mig langar því að biðja um þinn stuðning og sendi þér hlekk á skráningu í von um að þú takir þátt. Hlý kveðja Heiða.“ Svona hljóðuðu skilaboðin sem Heiða sendi ónefndri konu í von um að fá hana til að skrá sig í Samfylkinguna í Reykjavík og veita henni atkvæði sitt í prófkjörinu á morgun. „Eftir allmikla leit verð ég að gangast við að hafa sent þennan póst fyrr í vikunni. Ég hef það eitt mér til afsökunar að á undanförnum 3 vikum hafa líklega þúsundir skilaboða farið frá mér til félaga í flokknum, auk vina og kunningja,“ skrifar Heiða í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Fyrst einungis kannast við „brot af textanum“ Heiða segist fyrst ekki hafa munað eftir því að hafa sent skilaboðin og kannast „ekki við nema brot af textanum.“ Þá hafi ekki legið fyrir hver viðtakandinn væri. „En hef nú fundið skilaboðin sem eru hluti af lengra samtali milli mín og þeirrar sem fékk póstinn frá mér. Sú hefur ávallt deilt skoðunum mínum á jafnréttismálum og taldi ég um einkasamtal að ræða okkar á milli. Í póstinum vísa ég í áhyggjur mínar af jafnréttisbaráttunni,“ bætir Heiða við. „En þetta var kapp án forsjár, því ég vil ekki tala niður aðra frambjóðendur í minni baráttu. Ég bið Pétur Marteinsson afsökunar og hef einsett mér að gera betur.“ Fjöldi fólks hefur skráð sig í Samfylkinguna í Reykjavík í aðraganda prófkjörsins og um leið hlotið atkvæðisrétt í prófkjörinu á morgun. Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjörið um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Ætti að taka skjáskotum sem þessum með fyrirvara Í Pallborðinu á Vísi í dag sagðist Heiða ekki muna eftir því að hafa sent skilaboðin, en útilokaði það þó ekki. „Ég nefnilega man ekki eftir að hafa sent þessi skilaboð, nei. En ég get náttúrulega ekki útilokað það. Ég er búin að senda nokkur skilaboð.“ Frægð Péturs, það að hann sé fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, finnst þér það hafa áhrif? „Ég held að Pétur hafi sjálfur sagt að hann er að koma nýr inn í þetta, með enga reynslu. Mér finnst skrýtið ef flokkurinn velur það umfram konu sem er með mikla reynslu og hefur sýnt að hún getur náð miklum árangri. En það er auðvitað flokksins að velja.“ Þá bað hún fólk um að taka myndum sem þessum með fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. 23. janúar 2026 14:46 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
„Sæl kæra […] nú er prófkjör í Samfylkingu á laugardaginn og það er óvenju opið og mikið verið að smala fólki til þátttöku,“ segir í skilaboðunum sem sýnd voru í Pallborðinu á Vísi í dag. „Þetta kostar ekkert og ef fólki vil [sic] getur það skráð sig úr félaginu aftur eftir helgina. Mér finnst þetta mjög erfið barátta þar sem karl með enga reynslu en færægur [sic] á að koma í stað mín. Ég óttast um okkar mál og áherslur. Mig langar því að biðja um þinn stuðning og sendi þér hlekk á skráningu í von um að þú takir þátt. Hlý kveðja Heiða.“ Svona hljóðuðu skilaboðin sem Heiða sendi ónefndri konu í von um að fá hana til að skrá sig í Samfylkinguna í Reykjavík og veita henni atkvæði sitt í prófkjörinu á morgun. „Eftir allmikla leit verð ég að gangast við að hafa sent þennan póst fyrr í vikunni. Ég hef það eitt mér til afsökunar að á undanförnum 3 vikum hafa líklega þúsundir skilaboða farið frá mér til félaga í flokknum, auk vina og kunningja,“ skrifar Heiða í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Fyrst einungis kannast við „brot af textanum“ Heiða segist fyrst ekki hafa munað eftir því að hafa sent skilaboðin og kannast „ekki við nema brot af textanum.“ Þá hafi ekki legið fyrir hver viðtakandinn væri. „En hef nú fundið skilaboðin sem eru hluti af lengra samtali milli mín og þeirrar sem fékk póstinn frá mér. Sú hefur ávallt deilt skoðunum mínum á jafnréttismálum og taldi ég um einkasamtal að ræða okkar á milli. Í póstinum vísa ég í áhyggjur mínar af jafnréttisbaráttunni,“ bætir Heiða við. „En þetta var kapp án forsjár, því ég vil ekki tala niður aðra frambjóðendur í minni baráttu. Ég bið Pétur Marteinsson afsökunar og hef einsett mér að gera betur.“ Fjöldi fólks hefur skráð sig í Samfylkinguna í Reykjavík í aðraganda prófkjörsins og um leið hlotið atkvæðisrétt í prófkjörinu á morgun. Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjörið um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Ætti að taka skjáskotum sem þessum með fyrirvara Í Pallborðinu á Vísi í dag sagðist Heiða ekki muna eftir því að hafa sent skilaboðin, en útilokaði það þó ekki. „Ég nefnilega man ekki eftir að hafa sent þessi skilaboð, nei. En ég get náttúrulega ekki útilokað það. Ég er búin að senda nokkur skilaboð.“ Frægð Péturs, það að hann sé fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, finnst þér það hafa áhrif? „Ég held að Pétur hafi sjálfur sagt að hann er að koma nýr inn í þetta, með enga reynslu. Mér finnst skrýtið ef flokkurinn velur það umfram konu sem er með mikla reynslu og hefur sýnt að hún getur náð miklum árangri. En það er auðvitað flokksins að velja.“ Þá bað hún fólk um að taka myndum sem þessum með fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. 23. janúar 2026 14:46 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. 23. janúar 2026 14:46