Handbolti

Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum hand­boltann

Jón Þór Stefánsson skrifar
Jóhann Berg í leik gegn Rúmeníu sumarið 2021.
Jóhann Berg í leik gegn Rúmeníu sumarið 2021. Vísir/Vilhelm

Jóhann Berg Guðmundsson, einn leikjahæsti maður karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu frá upphafi, gagnrýnir Ríkisútvarpið vegna fjölda auglýsinga sem sýndar eru í kringum leiki handboltalandsliðsins sem nú keppir á EM.

„Hvernig væri að hafa færri auglýsingar og meiri umfjöllun um leikinn […] ?“ spurði Jóhann Berg í færslu á samfélagsmiðlinum X í kjölfar leiks Íslands og Króata í gær.

„Kosý að vera ríkisfjölmiðill og á auglýsingamarkaði,“

Þess má geta að Jóhann Berg er ekki sá fyrsti til að gagnrýna fjölda auglýsinga í kringum handboltann, en Tómas Þór Þórðarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi íþróttafréttamaður, gerði þetta mál að umtalsefni sínu á Alþingi

„Það skipti engu máli hvað var að gerast. Það voru langir pakkar fyrir leik, í hálfleik og eftir leik, meira að segja beint eftir leik þannig að enginn sem var að horfa á leikinn fékk að njóta góðs af því að sjá strákana okkar fagna þessum merka sigri,“ sagði Tómas Þór eftir sigurinn gegn Pólverjum.

„Steininn tók nú eiginlega úr í hálfleik, þó að ég ætli ekki að vera einhver gamall kall að öskra á ský, því að auglýsingadeildin þurfti svo mikið að koma fleiri auglýsingum að og afla meiri tekna fyrir ríkissjónvarpið að okkur var öllum sagt að fara inn á miðil Meta til að sjá frekari umfjöllun. Ég vil bara sjá minn Ólaf Stefánsson í ríkissjónvarpinu sem ég borga fyrir. Ég vil ekki fara inn á miðil Meta til að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×