Lífið

Gert til að efla hvatberana og frumurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét hugar alltaf vel að heilsunni.
Margrét hugar alltaf vel að heilsunni.

Margrét R. Jónasdóttir heilsu og næringarráðgjafi er vegna of mikillar vinnu í of langan tíma búin að fara í algjört þrot og kulnun oftar en einu sinni. En hún finnur alltaf leiðir til þess að verða betri og jafnvel lækna sig sjálf með ýmsum ráðum. Og Margrét hefur fundið ýmis spennandi heilsutæki sem hún notar heima til þess að hjálpa sér við að laga og lækna ýmsa kvilla.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti Margréti og fékk að sjá nokkur af þessum snilldarheilsutækjum hennar og sjá hvernig þau virka.

„Ég nota mjög mikið innfrarauða pokann minn og fer í hann á hverju einasta kvöldi. Og það er svona infrared eins og er gjarnan í sundlaugunum og í líkamsræktarstöðvunum sem er í gufuklefa,“ segir Margrét og heldur áfram.

Löðrandi sveittur

„Það er svo næs að eiga einn heima. Og ef ég er að lesa á kvöldin eða fylgjast með ykkur og horfa á eitthvað, þá bara kveiki ég á honum. Ég legg hann bara yfir rúmið og stilli hann á yfirleitt 50 mínútur og svo slaka ég á. Svo verður maður alveg bara löðrandi sveittur.“

Því næst fer Margrét í sturtu.

„Svo fer ég að sofa og ég sofna rosalega vel. Þetta er alveg meiriháttar og er gert til að efla hvatberana og frumurnar og minnka bólgur, þetta hefur svo mikinn heilsufarslegan ávinning. Stundum geri ég þetta líka ef ég vakna snemma á morgnana og þá fer ég kannski í hálftíma. Ég er líka með tæki sem ég set á vagustaugina. Maður er svo lengi að jafna sig eftir kulnun. Og ég áttaði mig á því að ég var bara orðin föst í fight or flight. Þetta eru alveg fræði og þetta er mjög áhugavert, en ég fann bara, ég var föst í þessu. Ég hélt alltaf að ég myndi bara lagast með tímanum þegar ég færi svona að hvíla mig og taka því aðeins rólega. En það gerist ekki. Ég er búin að læra svo mikið um þetta núna og ég nota þetta tæki á hverjum degi til að stilla og róa taugakerfið. Það eru mismunandi stillingar fyrir stress eða kvíða.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.