Viðskipti innlent

Þrír nýir for­stöðu­menn hjá Coca-Cola á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sævar Sigurðsson, Hallur Geir Heiðarsson og Sunna Rúnarsdóttir.
Sævar Sigurðsson, Hallur Geir Heiðarsson og Sunna Rúnarsdóttir.

Coca-Cola á Íslandi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn í stjórnendateymi fyrirtækisins. Þannig hefur Sunna Rúnarsdóttir verið ráðin forstöðumaður þjónustu, Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar og Hallur Geir Heiðarsson forstöðumaður sölu á matvörumarkaði.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða ráðningar í lykilhlutverk sem styðji við áframhaldandi vöxt, þróun og þjónustu við viðskiptavini og neytendur.

„Sunna Rúnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Coca-Cola á Íslandi. Sunna þekkir fyrirtækið vel eftir að hafa starfað á sölusviði þess undanfarin ár, fyrst í viðskiptaþjónustu og síðar í sölustýringu. Í nýju hlutverki mun Sunna leiða þjónustu þvert á svið fyrirtækisins, með áherslu á áframhaldandi þróun og eflingu þjónustuupplifunar viðskiptavina.

Sunna er með meistaragráðu í viðskiptahagfræði með áherslu á stefnumótun og forystu.

Sævar Sigurðsson forstöðumaður vöruhúss og dreifingar

Sævar Sigurðsson hefur tekið við starfi forstöðumanns vöruhúss og dreifingar hjá Coca-Cola á Íslandi. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2014 og sinnt fjölbreyttum verkefnum, nú síðast gegndi hann starfi forstöðumanns sölu á matvörumarkaði.

Sævar lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018. Hann býr yfir djúpstæðri þekkingu á rekstri fyrirtækisins og viðtækri reynslu af þjónustu við viðskiptavini, sem nýtist vel í nýju hlutverki hans við stjórn vöruhúss og dreifingar.

Hallur Geir Heiðarsson ráðinn forstöðumaður sölu á matvörumarkaði

Hallur Geir Heiðarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu á matvörumarkaði hjá Coca-Cola á Íslandi. Hallur hefur yfirgripsmikla stjórnunarreynslu úr smásölu, rekstri og aðfangakeðju, allt frá innkaupum og vörustýringu til dreifingar og þjónustu við viðskiptavini.

Hallur starfaði hjá Samkaupum frá árinu 2004, síðustu þrjú ár sem framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringarsviðs. Þar á undan var hann rekstrarstjóri Nettó-Samkaupa í 11 ár, með ábyrgð á rekstri og þróun allra Nettó-verslana,“ segir í tilkynningunni. 

Hjá Coca-Cola á Íslandi starfa um 170 manns á tveimur starfsstöðvum, í Reykjavík og á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×