Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig
Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentustiga lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Eigandi fasteignasölu telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal.