Bítið í bílnum - hver er undir fyrsta pokanum?

Nýr vefsjónvarpsþáttur Bítisins á Bylgjunni, Bítið í bílnum, fer í loftið á Vísi og á Facebook-síðu Bylgjunnar í dag klukkan 9. Þáttur snýst um að stjórnendur Bítisins, Heimir, Lilja og Ómar, fara á rúntinn með frægum gesti. Gesturinn er hulinn og syngur karókílag að eigin vali. Áhorfendur og hlustendur Bítisins geta svo giskað á hver gesturinn er, bæði á Facebook-síðu Bylgjunnar og í beinni í Bítinu, og eiga möguleika á að vinna góðan vinning. Þættirnir verða birtir vikulega, ávallt á þriðjudögum, og á miðvikudögum verður opinberað hver leynigesturinn er.

909
04:28

Vinsælt í flokknum Bylgjan