Herþotur með logandi afturbrennarann yfir Akureyri
Bandarískar herþotur í loftrýmisgæslu NATO birtust með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar ber með sér. Eldsúlur aftan úr þotunum sýndu að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara, sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða, - en með ærandi hávaða.