Meistaramánuður - 2. þáttur

Í þættinum var fjallað um mikilvægi reglusemi, hófsemi og skipulagningu. Við ræddum við Teit Guðmundsson um fyrstu skrefin í átt að reyklausu lífi og hófsemd í áfengisneyslu. Erla Björnsdóttir, Steindór Oddur Ellertsson og Gunnar Jóhannsson hjá Betrisvefn.is ræddu við okkur um hvernig maður getur breytt svefnmynstri sínu til frambúðar og að lokum gaf Björn Berg Gunnarsson sérfræðingur hjá VÍB okkur góð ráð varðandi það hvernig við getum náð betri árangri í heimilisfjármálunum. Þá hittum við þátttakendurna Arnbjörn Kristjánsson, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Eddu Hauksdóttur.

3802
18:01

Vinsælt í flokknum Meistaramánuður