Meistaramánuður - 4. þáttur
Í fjórða þætti Meistaramánaðar á Stöð 2 verður rætt um heilsurækt, bæði andlega og líkamlega. Fyrsti einkaþjálfari Íslendinga, Guðni Gunnarsson, segir fólki frá hverju það þarf að huga að þegar kemur að heilsunni og Dagmar Vala frá Hugleiðslu- og Friðarmiðstöðinni talar um að við Íslendingar þyftum að læra að það að gera er ekki það sama og að vera, Íslendingar þurfi nefnilega að vera að aðeins meira. Ragna Baldvinsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir frá Háfit segja svo áhorfendum frá því hverju þeir eiga að huga að þegar þeir byrja að hreyfa sig og hversvegna það sé svo auðvelt að byrja að hlaupa. Að venju taka þau Þorsteinn Kári og Karen hús á nokkrum þátttakendum og sjá hvernig þeim gengur að fóta sig í raunum mánaðarins. Þau hitta meðal annars á sjómann sem nýverið setti af stað meistaraár hálfgert en hann ætlar að takast á við ýmsar áskoranir allt til styrktar krabbameinssjúkum börnum og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.