Ísland í dag - Gestir þeirra þurfa að borga þúsundir fyrir að koma í heimsókn

Hjónin Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey þurfa að borga 600 krónur á tímann fyrir bílastæðin við húsið sitt á Grettisgötunni. Þau þurfa einnig að láta gestina sína borga 600 krónur á tímann alla daga vikunnar frá því á morgnana til klukkan 21.00 á kvöldin, einnig á laugardögum og sunnudögum. Og ekki nóg með það því bílar mega bara vera lagðir á Grettisgötunni í 3 klukkutíma og þá þarf að fjarlægja þá og flytja í annað gjaldsvæði nokkrum götum frá. Gestir þeirra Óla Egils og Esther Talíu þurfa semsagt að borga fleiri þúsund krónur fyrir að koma í heimsókn til þeirra. Og gestirnir þurfa svo að fara út úr boðinu og færa bílinn í annað gjaldsvæði eftir 3 klukkutíma. Vala Matt fór og kannaði málið og ræddi við þau hjónin og einnig formann umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur Dóru Björt Guðjónsdóttur.

1893
14:57

Vinsælt í flokknum Fréttir