Handtekinn eftir stunguárás í Úlfarsárdal
Karlmaður var í dag handtekinn grunaður um stunguárás í Úlfarsárdal í dag. Einn var fluttur á spítala en ekki er vitað um ástand hans. Atvikið átti sér stað utandyra og árásin náðist á myndband. Þar má sjá mann halda á því sem virðist vera hnífur eða stunguvopn hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim.