Ísland í dag - Væri leikskólakennari ef hún væri ekki lögga

Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? Svarið er í Íslandi í dag.

1760
11:43

Vinsælt í flokknum Ísland í dag