Hildur Knútsdóttir verðlaunuð
Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru afhent á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin og þetta árið var það Hildur Knútsdóttir rithöfundur sem var verðlaunuð. Hildur hefur sem rithöfundur beint sjónum sínum að börnum og unglingum og í umsögn dómnefndar segir að á tímum þar sem lestur barna og ungmenna eigi í vök að verjast hafi hún lagt umtalsvert af mörkum.