Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Áfram á Stöð 2 Sport

    365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands

    Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Systurnar eru eins og svart og hvítt

    Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir var í gær valin í A-landsliðshópinn fyrir Algarve-bikarinn en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson velur hana í keppnishóp. Elísa mun hitta þar fyrir markadrottninguna og eldri systur sína Margréti Láru Viðarsdóttur sem er markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rakel samdi við Breiðablik

    Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrirliði Fylkis farin í Val

    Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt

    KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tíu marka maður fjögur ár í röð

    Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

    Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir

    Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

    Íslenski boltinn