Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fyrirliðinn yfirgefur Val

    Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins hefur ákveðið að kveðja Val að sinni og ganga til liðs við sænska liðið Djurgården. Á vefsíðu Vals kemur fram að Katrín hyggi á framhaldsnám í læknisfræði í haust og þetta sé liður í þeim áformum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Dóra María til Svíþjóðar

    Þó svo Dóra María Lárusdóttir hafi hafnað Rayo Vallecano á dögunum mun hún samt spila erlendis á næstu leiktíð. Hún er nefnilega búin að semja við sænska félagið Djurgarden. Fótbolti.net greinir frá þessu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rakel hafnaði Jitex - verður áfram á Akureyri

    Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er greinilega mjög heimakær því hún hefur ákveðið að spila áfram með Þór/KA í Pepsi-deildinni í stað þess að fara utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs í dag.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Björgvin Karl þjálfar kvennalið KR næsta sumar

    Björgvin Karl Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og mun hann taka við liðinu af Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Björgvin Karl skrifaði undir þriggja ára samning en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Guðrún Jóna rekin frá KR

    Guðrún Jóna Kristjánsdóttir var í dag rekin sem þjálfari kvennaliðs KR. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðarþjálfari er einnig hætt hjá KR en hún komst að samkomulagi um að hætta hjá félaginu þar sem hún hefur snúið sér að öðrum verkefnum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

    Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjarnan með 8 mörk á KR-vellinum - Sandra markvörður skoraði

    Stjarnan tryggði sér fjórða sætið í Pepsi-deild kvenna með 8-0 sigri á KR í fyrsta leik lokaumferðar deildarinnar sem klárast síðan á sunnudaginn. Lindsey Schwartz og Rachel Rapinoe skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var meðal markaskorara Stjörnunnar í leiknum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Dómararnir klæðast bleiku á sunnudaginn

    Dómarar í leik Vals og Grindavíkur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudaginn mun ekki vera í sínum vanalega svarta dómarabúningi. Dómararnir munu hinsvegar klæðast bleiku til stuðnings brjóstakrabbameinsátaki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Freyr: Valur er Rosenborg Íslands

    Valsstúlkur hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð. Eftir töp Breiðabliks og Þórs/KA á laugardaginn þurfti Valur aðeins að vinna Aftureldingu til að tryggja sér tvöfaldan sigur í ár eftir bikarmeistaratitilinn fyrir nokkrum vikum.

    Íslenski boltinn