
Hjalti Þór hættur með Keflavík
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.
Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Með sigrinum eru Valsmenn komnir áfram í undanúrslit keppninnar og er keppnistímabili Stjörnunnar lokið í ár.
Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu.
Stjarnan fær Val í heimsókn í Umhyggjuhöllina í kvöld í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
„Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.
Tindastóll hefði með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta en Keflavík var ekki alveg á því máli að láta sópa sér úr keppni. Keflavík vann einstaklega öruggan sigur og einvígið lifir því áfram.
Haukar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Hvort lið hafði unni sitt hvora viðureignina fyrir leik kvöldsins og það var því mikið undir í Ólafssal í kvöld.
Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi.
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum.
Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum.
Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0.
Valur vann Stjörnuna í hörkuleik 96-89. Stjarnan komst tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en þá tók Kári Jónsson málin í sínar hendur og gerði 17 stig á fimm mínútum og sá til þess að Valur er komið í 2-1 í einvíginu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum.
Tindastóll og Keflavík leiddu saman hesta sína í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll burstaði Keflavík með 26 stiga mun, 107-81 og eru Stólar þar með komnir 2-0 yfir í einvígi liðanna.
Þór Þorlákshöfn hafði betur, 96-75, gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag og er staðan í einvíginu því orðin 1-1.
Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 86-94. Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, gerði síðustu sjö stig Njarðvíkur og kláraði leikinn. Haukur var brattur eftir leik og sagði að stuðningsmenn Grindavíkur hafi kveikt í sér.
Njarðvík vann Grindavík í hörkuleik í Röstinni 86-94. Leikurinn var jafn og spennandi alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá setti Haukur Helgi Pálsson stór skot og kláraði leikinn. Njarðvík þarf því aðeins að vinna einn leik í viðbót til að fara áfram í undanúrslitin.
Valur mætti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni. Leikið var í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ.
Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95.
Tindastóll er komið yfir í rimmu sinni við Keflavík í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Stólarnir fóru með 114-107 sigur af hólmi eftir framlengingu.
„Mér fannst Haukar eiga skilið að vinna þennan leik stærra. Við vorum sjálfum okkur ekki líkir. Það klikkaði andlega að vera með hausinn skrúfaðan á fannst mér. Vorum að einbeita okkur að hlutum sem við getum ekki stjórnað," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir 90-83 tap gegn Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla.
Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld.
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira.
Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin.
Stjarnan sem tók síðasta farseðilinn í úrslitakeppnina vann Val afar óvænt í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Leikurinn var æsispennandi en Stjarnan var sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og kláraði Val á vítalínunni. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri 89-94.
Stjarnan vann Val afar óvænt í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum í Origo-höllinni. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn en sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik.
Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð.
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mun taka út leikbann gegn Tindastóli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta eftir umdeild atvik. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar eftir að dómarar sjái sóma sinn í því að viðurkenna sín mistök.
„Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku.