Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Innlent 16. desember 2019 14:11
Starfsmaður missti meðvitund við árás í búsetukjarna Karlmaður sem vistaður var í búsetuúrræði á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að starfsmanni í búsetukjarnanum. Innlent 16. desember 2019 13:00
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. Viðskipti innlent 16. desember 2019 11:05
Krefst 3,5 milljóna króna eftir hættulega árás með óvenjulegum vopnum Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 11. október árið 2017 veist að fertugum karlmanni fyrir utan veitingastaðinn Moe's Bar grill í Seljahverfinu í Breiðholti í Reykjavík. Innlent 16. desember 2019 10:15
Hæstiréttur staðfestir endanlega fimmtíu milljóna króna sekt Eimskips Fimmtíu milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið gerði Eimskip að greiða stendur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í morgun. Er niðurstaðan í takt við fyrri dóma í málinu fyrir héraði og Landsrétti. Viðskipti innlent 16. desember 2019 09:00
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá barn á íþróttamóti Atvikið átti sér stað á körfuboltamóti í Hafnarfirði í aprílmánuði á síðasta ári. Innlent 14. desember 2019 11:55
Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Dómarinn var sammála niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna ætti af ákæru fyrir blygðunarsemisbrot. Innlent 14. desember 2019 10:23
365 miðlar greiða rúmar tvær milljónir króna vegna vangreidds orlofs Kveðinn var upp dómur í máli Petreu Ingileif Guðmundsdóttur í landsrétti í gær en hún hafði stefnt 365 hf. vegna uppsagnar og vangreidds orlofs. Innlent 14. desember 2019 09:56
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss Innlent 13. desember 2019 22:20
Efling potar í þekkt fólk úr skemmtanaiðnaðinum vegna auglýsinga Eldum rétt Listamenn fá á baukinn hjá Eflingu sem er allt annað en sátt við Eldum Rétt. Viðskipti innlent 13. desember 2019 20:30
Dæmdur í fangelsi fyrir að dreifa myndum af fyrrverandi í kynlífsathöfn og hóta henni Skilaboðin voru send í gegn Messenger á Facebook en þau fólu í sér hótanir um að myndinni og kynlífstengdum myndböndum yrði dreift víðar. Innlent 13. desember 2019 16:14
Fréttastofa í Rúmeníu fjallar um aðbúnað verkamanna á Íslandi Rúmenskir fréttamenn ræddu meðal annars við Helga Seljan og Drífu Snædal. Innlent 13. desember 2019 15:39
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. Innlent 13. desember 2019 15:22
Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Vigfúsi Ólafssyni úr fimm árum í fjórtán. Innlent 13. desember 2019 15:00
Leynilegar greiðslur í Heiðmörk, rafmagni stolið og gjaldeyrir keyptur fyrir hátt í fimmtíu milljónir króna Fimm karlmenn frá Litháen hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun, sölu á efnum og peningaþvætti á Suðurlandi. Tveir mannanna eru bræður en mennirnir fá allt frá sex til fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir í öllum tilfellum. Innlent 13. desember 2019 07:00
Ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn tveimur samstarfskonum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðislega áreitni gagnvart tveimur samstarfskonum sínum. Innlent 13. desember 2019 06:30
Röggu Gísla leið eins og hún hefði hlotið dóm þegar Birkir var dæmdur í fangelsi „Það var bara eins og ég hefði fengið dóm. Þegar fólk er svona tengt og er bara eitt eins og við erum þá tekur maður þetta bara í hjartað.“ Lífið 12. desember 2019 14:30
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði: Vitnið sem tók á sig sök gat ekki lýst framleiðsluferli amfetamíns Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu í dag þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu en dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Mennirnir þrír voru dæmdir fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Innlent 9. desember 2019 23:30
Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Innlent 9. desember 2019 22:10
Sýknaður af nauðgun í sambandi á nýársmorgun: „Þú þekkir mig betur en svo“ Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað kærustu sinni á heimili hennar að morgni nýársdags 2018. Innlent 9. desember 2019 16:15
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Innlent 9. desember 2019 14:38
Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Innlent 7. desember 2019 19:30
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. Innlent 7. desember 2019 12:00
Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Innlent 7. desember 2019 07:00
Tíu mánaða dómur fyrir hrindingu á Spot staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn dóm yfir 36 ára karlmanni fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi árið 2014. Innlent 6. desember 2019 16:53
Dómur yfir Jóhannesi staðfestur Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Viðskipti innlent 6. desember 2019 16:31
Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Innlent 6. desember 2019 15:41
Sýknuð af 2,3 milljarða kröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Þórð Má Jóhannesson og Sólveigu Pétursdóttur af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf vegna stjórnarhátta í fasteignarfélaginu Gnúpi. Viðskipti innlent 6. desember 2019 15:05
Ákærður fyrir 1500 krónu Bónushnupl Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri fyrir að tvívegis hnuplað úr Bónusverslunum í vor. Innlent 6. desember 2019 10:24
Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Innlent 6. desember 2019 09:54