Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 16:28 Ólafur M. Magnússon er stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku. Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201. Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201.
Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27