Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum. Innlent 14. maí 2019 19:00
Sveiflaði öxi í átt að lögreglumönnum og hjó ítrekað í lögreglubíl Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum, tilraunar til sérlegra hættulegrar líkamsárásar og eignaspjöll. Maðurinn ógnaði lögreglumönnum með öxi og skemmdi lögreglubíl þeirra. Innlent 14. maí 2019 14:30
Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál. Innlent 14. maí 2019 11:30
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. Innlent 14. maí 2019 10:24
Efast um hlutleysi hins íslenska EFTA-dómara Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins segir norska og íslenska dómara réttarins hlutdræga við meðferð mála hjá réttinum. Norski dómarinn liggur undir ámæli í Noregi. Efasemdum hefur verið hreyft um hlutleysi Páls Hreinssonar. Innlent 14. maí 2019 06:00
Sjö mánuðir fyrir brot gegn barni Karlmaður hefur verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa látið stúlku, sem þá var 14 ára gömul, snerta getnaðarlim hans og fróa sér. Innlent 13. maí 2019 14:41
Elti fyrrverandi sambýliskonu uppi og hótaði henni lífláti er þau óku samsíða Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og hættubrot gegn fyrrverandi sambýliskonu hans og barnsmóður. Hótaði hann meðal annars konunni lífláti með því að draga fingur yfir háls sér á meðan hann horfði á hana, er þau óku samsíða á Langholtsvegi eftir að hann hafði ekið hana uppi. Innlent 13. maí 2019 14:00
37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,3 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Viðskipti innlent 13. maí 2019 11:17
Fordæmir skipun formanns nefndar um lögreglueftirlit Umdeildur ráðuneytisstarfsmaður gerður að formanni nefndar um eftirlit með lögreglu. Viðhafði niðrandi orð um borgara, félagasamtök og starfsmenn umboðsmanns Alþingis. Maðurinn var færður til í starfi vegna klögumála árið 2016. Innlent 13. maí 2019 08:30
Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Meindýraeyðir í Norðurþingi hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa farið inn í Nettó á Húsavík og skilið bílinn eftir ólæstan en í framsætinu lá haglabyssa auk skotfæra. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin. Innlent 13. maí 2019 07:30
Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað Norski dómarinn við EFTA-dómstólinn ráðlagði forseta Hæstaréttar Noregs að senda mál aftur til EFTA-dómstólsins. Ógn við sjálfstæði dómsins segja lögfræðingar. Erlent 11. maí 2019 08:30
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. Innlent 10. maí 2019 20:11
Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Þrábað um að fá að nudda á henni bakið og lagðist svo nakinn upp í rúmið. Innlent 10. maí 2019 16:50
Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Innlent 10. maí 2019 08:30
Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Innlent 10. maí 2019 08:15
Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9. maí 2019 18:31
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. Viðskipti innlent 9. maí 2019 16:05
Mál Freyju Haraldsdóttur fer fyrir Hæstarétt Íslands Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra. Innlent 8. maí 2019 18:41
Næsta rimma ALC og Isavia í dómsal á fimmtudaginn Boðað hefur verið til fyrirtöku í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 7. maí 2019 15:53
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Innlent 6. maí 2019 19:45
Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Innlent 6. maí 2019 15:12
Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar. Innlent 6. maí 2019 15:12
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Innlent 6. maí 2019 06:15
Rappari dæmdur fyrir ránstilraun í Skeifunni Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson, sem til að mynda sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010, var í vikunni dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna brota hans sem hann játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Innlent 5. maí 2019 19:45
Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Innlent 4. maí 2019 11:38
Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Innlent 4. maí 2019 08:00
Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 3. maí 2019 14:47
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Innlent 3. maí 2019 14:06