Lögreglan stefnir Sjóvá vegna tjóns sem varð vegna ofsaaksturs Ríkislögreglustjóri hefur stefnt tryggingafélaginu Sjóvá vegna tjóns sem varð á lögreglubíl þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á ofsahraða á Miklubraut árið 2018. Innlent 25. nóvember 2020 06:36
Fær fullar bætur sex árum eftir alvarlegt bílslys á Gullinbrú Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð. Innlent 24. nóvember 2020 16:40
Dæmdur fyrir líkamsárás, húsbrot og hótanir Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Innlent 23. nóvember 2020 19:09
200 þúsund króna sekt fyrir skjalafals og skróp í skimun Karlmaður frá Albaníu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi og greiðslu 200 þúsund krónu sektar fyrir skjalafals og brot gegn sóttvarnalögum. Innlent 23. nóvember 2020 13:53
Gripinn með meira heróín en hefur fundist hér á landi í áratug Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á heróíni og lyfjum til landsins. Efnin fundust í farangri karlmannsins í flugi frá Gdansk í Póllandi í september en auk þess voru efni falin innanklæða. Innlent 23. nóvember 2020 13:09
Ekki má segja frá vitnisburði skipverja fyrr en í lok dags Sjópróf stendur nú yfir í Héraðsdómi Vestfjarða þar sem á annan tug skipverja ár á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni gefa skýrslu. Innlent 23. nóvember 2020 12:26
Maður sem slasaðist alvarlega í hjólaslysi fær bætur frá Verði eftir fimm ára bið Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil. Innlent 20. nóvember 2020 22:42
Braut á bestu vinkonu sinni á Vestfjörðum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi til fimm ára fyrir að nauðga konu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Innlent 20. nóvember 2020 19:11
Sýknaður af nauðgun eftir tveggja ára dóm í héraði Landsréttur hefur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæru fyrir nauðgun með því að hafa samræði við unga konu sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunarástands og svefndrunga. Innlent 20. nóvember 2020 17:50
Fjölmiðlamaður fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir fjárdrátt Axel Axelsson, athafna- og fjölmiðlamaður á Akureyri sem meðal annars hefur rekið útvarpsstöðina Útvarp Akureyri, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Viðskipti innlent 20. nóvember 2020 17:18
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. Viðskipti innlent 19. nóvember 2020 18:31
Fær ekki skaðabætur eftir að hafa farið í hjartastopp við handtöku Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag. Innlent 19. nóvember 2020 17:34
Krafðist „vanvirðingargjalds“ og kýldi konu Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm. Innlent 19. nóvember 2020 16:15
Mæðgur dæmdar fyrir kókaíninnflutning Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt franskar mæðgur í átta mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni sem þær fluttu innvortis með flugi frá Brussel í Belgíu og til Íslands í ágúst síðastliðinn. Innlent 18. nóvember 2020 10:07
Ákærður fyrir árásir á kærustu til viðbótar við vændi og nauðgunartilraun Karlmaður sem sætir ákæru fyrir kaup á vændi, tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás í júní í fyrra er sömuleiðis sakaður um ofbeldi í nánu sambandi á þessu ári. Innlent 18. nóvember 2020 09:01
Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Innlent 18. nóvember 2020 07:01
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. Innlent 18. nóvember 2020 00:58
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Körfubolti 17. nóvember 2020 16:20
Smáskilaboð vógu þungt í nauðgunardómi sem var mildaður Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm sem karlmaður á þrítugsaldri hlaut á síðasta ári fyrir að hafa nauðgað vinkonu sinni úr tveimur árum niður í 21 mánuð. Innlent 17. nóvember 2020 11:07
Sagður hafa gengið í skrokk á konu eftir endurtekin vændiskaup Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ákærður fyrir að tilraun til nauðgunar og sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart konu í júní 2019. Karlmaðurinn hafði í tvígang sömu nótt greitt konunni fyrir vændi. Innlent 17. nóvember 2020 09:03
Grunaður um brot gegn barni yfir tólf ára tímabil Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Innlent 16. nóvember 2020 13:10
Aðalmeðferð hafin í manndrápsmálinu í Sandgerði Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars hófst við Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Innlent 16. nóvember 2020 12:17
Dró sér getraunaseðla fyrir sjö milljónir og vann þrjár Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér 600 getraunaseðla er hann starfaði sem afgreiðslumaður verslunarinnar Kvikk að Laugavegi á síðasta ári. Innlent 16. nóvember 2020 11:20
Skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni á þjóðhátíð Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa áreitt stúlku sem þá var átján ára gömul á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina árið 2018. Innlent 13. nóvember 2020 17:53
Sálfræðingur sýknaður af broti gegn barni Landsréttur hefur sýknað sálfræðing um sextugt sem ákærður var fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi stjúpdóttur sinni árið 2017. Innlent 13. nóvember 2020 17:18
Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Innlent 12. nóvember 2020 14:23
Hæstiréttur fellst á að taka mál fjármálastjóra WOW air fyrir Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fyrrverandi fjármálastjóra WOW air en deilt er um hvort launakrafa fjármálastjórans, Stefáns Eysteins Sigurðssonar, verði viðurkennd sem forganskrafa í þrotabú WOW. Viðskipti innlent 12. nóvember 2020 07:51
Ljótar lýsingar í nauðgunarmáli á skemmtistað í Reykjavík Karlmaður er sakaður um að hafa á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar í fyrra nauðgað konu. Innlent 11. nóvember 2020 11:00
Milljón fyrir hvern mánuð í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða karlmanni sjö milljónir króna í bætur vegna sjö mánaða varðhalds sem hann sætti eftir að hann var handtekinn grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi árið 2017. Innlent 10. nóvember 2020 16:19
Fróaði sér fyrir utan sólbaðsstofu Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa berað og handleikið kynfæri sín í vitna viðurvist, fyrir utan sólbaðsstofu í júlí á síðasta ári. Innlent 9. nóvember 2020 18:01