Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Sýning um málefni innflytjenda

Nemendur á leiklistarbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ standa að verkinu ásamt nemendum frá Þýskalandi og Ítalíu. Einnig er unnið að heimildarmynd.

Lífið
Fréttamynd

Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi

Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Týr úr einni björgun í aðra

Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá.

Innlent
Fréttamynd

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Innlent
Fréttamynd

Færa flóttafólki heilsugæslu

María Ólafsdóttir læknir og Hrönn Håkansson hjúkrunarfræðingur hafa dvalist í Kúrdahéruðum Íraks undanfarnar vikur á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins. Þær sjá þar um "heilsugæslu á hjólum“ og aka með þjónustu sína á milli þorpa.

Innlent
Fréttamynd

Ringulreið í flóttamannabúðum

Fjögur ár eru liðin frá því að styrjöldin í Sýrlandi hófst. Milljónir flóttamanna eru í nágrannalöndunum Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak. Neyðarsöfnun UNICEF og Fatímusjóðsins hefst í dag. Söfnunarféð á að nota til að styrkja menntun barna í flóttama

Erlent