Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjarnan í vondum málum eftir tap í Ír­landi

Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn

Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni

Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á ó­vart

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum

Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR.

Fótbolti
Fréttamynd

Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool

AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn. 

Fótbolti
Fréttamynd

Rodri hótar verk­falli ef ekkert lagast

Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir.

Fótbolti