Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjarnan - FH 3-4 | FH endur­heimti annað sætið

FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arf­taki Heimis fundinn: „Alltaf á­hætta að gera breytingar“

„Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“

Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar: Aðrir leik­menn framar en Jóhann

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari.

Fótbolti
Fréttamynd

Totten­ham bjargaði stigi í Noregi

Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er allt mögu­legt“

Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.

Íslenski boltinn