„Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Íslenska knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir var í gær kynnt til leiks hjá portúgalska félaginu SC Braga. Fótbolti 8.7.2025 14:18
Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Manchester United glímir við mikil fjárhagsvandræði eins og hefur komið vel í ljós síðustu mánuði í gegnum fjölda uppsagna starfsmanna og sést á mjög hörðum niðurskurði í rekstrinum. Enski boltinn 8.7.2025 13:45
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8.7.2025 13:01
KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace KA menn fá að leika Evrópuleik félagsins á heimavelli. Félagið varð að ráðast í ákveðnar framkvæmdir á svæðinu til að fá leyfi fyrir heimaleik í Sambandsdeildinni. Úttektarmaður UEFA hló þegar hann sé stúku útiliðsins. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 09:32
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8. júlí 2025 09:01
„Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Belgíu, var ánægð með sína konur þrátt fyrir 6-2 tap á móti heimsmeisturum Spánverja á Evrópumótinu í Sviss í gær. Jafntefli í hinum leik riðilsins þýðir að belgíska liðið er úr leik fyrir lokaumferðina alveg eins og íslensku stelpurnar. Fótbolti 8. júlí 2025 08:30
Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Fótbolti 8. júlí 2025 08:02
Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Liverpool hefur í dag undirbúningstímabil sitt fyrir komandi leiktíð innan við viku eftir að einn leikmaður liðsins, Diogo Jota, lést í bílslysi ásamt yngri bróður sínum. Enski boltinn 8. júlí 2025 07:03
Frá Midtjylland til Newcastle Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United hefur sótt sér liðsstyrk frá Danmörku fyrir komandi tímabil en hinn danski Martin Mark mun þó ekki koma við sögu í leikjum liðsins nema óbeint. Fótbolti 7. júlí 2025 22:45
Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Tvítugi Ólsarinn Sædís Rún Heiðarsdóttir er eins og margar aðrar í íslenska fótboltalandsliðinu að upplifa sín mestu vonbrigði á ferlinum, eftir tapið gegn Sviss á EM í gær. Tapið sem gerði út um vonir um 8-liða úrslit. Fótbolti 7. júlí 2025 22:03
Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. Sport 7. júlí 2025 21:43
Vörn Grindavíkur áfram hriplek Hvorki gengur né rekur hjá Grindvíkingum í Lengjudeild karla þessa dagana en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar Keflvíkingar komu í heimsókn. Fótbolti 7. júlí 2025 21:09
Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Portúgal hleypti öllu upp í háaloft í B-riðli Evrópumótsins í kvöld þegar liðið kreysti fram 1-1 jafntefli gegn Ítalíu. Fótbolti 7. júlí 2025 21:06
Elanga að ganga til liðs við Newcastle Newcastle United og Nottingham Forest hafa náð samkomulagi um félagaskipti Anthony Elanga til Newcastle en Forest hafði áður hafnað 45 milljón punda boði Newcastle. Fótbolti 7. júlí 2025 20:26
Szczesny ekki hættur enn Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny, sem lagði hanskana á hilluna vorið 2024, hefur endurnýjað samning sinn við Barcelona til 2027. Fótbolti 7. júlí 2025 19:45
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7. júlí 2025 18:30
Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Heimsmeistarar Spánar byrja Evrópumótið í Sviss með miklum látum en í dag voru það belgísku stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur sem urðu undir spænsku eimreiðinni þar sem Spánverjar skoruðu sex mörk. Fótbolti 7. júlí 2025 17:55
Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Enski boltinn 7. júlí 2025 16:32
Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Fótbolti 7. júlí 2025 16:01
Blikarnir í beinni frá Albaníu Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og leikur liðsins verður í beinni á Sýn Sport. Fótbolti 7. júlí 2025 14:31
Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Miðasala FIFA á undanúrslitaleik Chelsea og Fluminense á HM félagsliða í Bandaríkjunum sætir gagnrýni. Dýnamískt miðasölukerfi sambandsins sem tekur mið af eftirspurn lækkaði miðaverð á leikinn um 97 prósent á þremur sólarhringum. Fótbolti 7. júlí 2025 13:48
Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er ekkert að spá í framtíð sína í starfi eftir vonbrigði á vonbrigði ofan á EM í Sviss. Hann mun setjast niður með forráðamönnum KSÍ eftir mót. Fótbolti 7. júlí 2025 13:18
Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Það eru ekki aðeins erlendir fótboltamenn sem hafa minnst Liverpool mannsins Digoo Jota inn á vellinum á síðustu dögum. Ungur Njarðvíkingur vildi gera það líka. Fótbolti 7. júlí 2025 13:02
Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ „Við sem erum að spila erum manna svekktastar,“ segir Alexandra Jóhannsdóttir sem hefur meðal annars nýtt sudoku-þrautir til að hætta að hugsa um þá sáru niðurstöðu að Ísland fari ekki lengra á EM í fótbolta. Fótbolti 7. júlí 2025 12:33