Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Reif Sæunni niður á hárinu

Markvörður Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta gæti verið á leið í leikbann eftir að hafa rifið leikmann Þróttar niður með því að toga í hár hennar. Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en það má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fiorentina muni ekki kaupa Albert en önnur ítölsk lið á­huga­söm

Fiorentina ætlar ekki að festa kaup á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni þrátt fyrir að hafa þegar greitt góða upphæð fyrir að fá leikmanninn að láni á núliðnu tímabili. Albert er samningsbundinn Genoa en þrjú önnur lið í ítölsku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert lið vill fara með ó­bragð í munni frá tíundu um­ferð

Tíunda um­ferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld með afar at­hyglis­verðum leik Fram og Þróttar Reykja­víkur. Fram hefur verið á mikilli siglingu á meðan að Þróttur, sem er með jafn­mörg stig og topp­lið Breiða­bliks, hefur hikstað. Fram­undan er langt hlé í deildinni og er þjálfari Fram sammála því að ekkert lið vilji fara með tap á bakinu inn í þá pásu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sam­komu­lag um kaup­verð Kerkez í höfn

Liverpool hefur náð samkomulagi við Bournemouth um kaup á ungverska vinstri bakverðinum Milos Kerkez fyrir um fjörutíu milljónir punda. Læknisskoðun mun fara í fram í næstu viku og fimm ára samningur verður undirritaður í kjölfarið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Leverkusen að kaupa leik­mann Liverpool fyrir metverð

Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Fótbolti