Sérsveitin í aðgerð á Keflavíkurflugvelli Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni. Innlent 23. desember 2022 17:37
Búið að moka úr skýlinu við Keflavíkurflugvöll Búið er að ryðja skýli við Keflavíkurflugvöll sem farþegar nota til að ganga í átt að flugstöðinni frá langtímabílastæðum flugvallarins. Unnið er að því að klára að ryðja önnur svæði sem eru mikilvæg fyrir aðkomu og þjónustu á vellinum. Innlent 22. desember 2022 22:25
Reyndu allt til að halda veginum opnum við fordæmalausar aðstæður Vegamálastjóri telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar þegar óveðrið gekk yfir í vikunni en mögulega hefði verið hægt að opna fyrr. Vegagerðin skoðar nú hvort og þá hvað hefði mátt fara betur en um hafi verið að ræða fordæmalausar aðstæður. Innlent 22. desember 2022 21:00
Vél á leið til Ísafjarðar þurfti að snúa við vegna bilunar Flugvél á vegum Mýflugs þurfti snúa við er hún var á leið til Ísafjarðar vegna tæknilegra örðugleika. Vélin lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli en hættustig var virkjað á vellinum vegna atviksins. Þrír voru um borð í vélinni. Innlent 22. desember 2022 18:33
Mikilvægt að farþegar leiti réttar síns Raskanirnar á flugferðum í vikunni höfðu áhrif á tugi þúsunda farþega og er enn verið að vinna í því að koma hlutunum í eðlilegt horf. Samgöngustofa og Neytendasamtökin hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá farþegum vegna bóta. Farþegar eigi alltaf rétt á ákveðinni þjónustu og jafnvel skaðabótum, þó það sé meira álitsefni. Innlent 22. desember 2022 15:08
Samgönguinnviðir hafi ekki verið byggðir upp á sama hraða og flugstöðin Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis telur mögulegt að samgöngur að Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið byggðar upp á sama hraða og flugstöðin sjálf. Auka þurfi eftirlit og koma á fót skýrum verkferlum. Mikilvægt sé að staðan sem kom upp vegna lokun Reykjanesbrautar fyrr í vikunni komi aldrei upp aftur. Innlent 22. desember 2022 13:15
Arnar Már hættir hjá Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Viðskipti innlent 22. desember 2022 08:03
Skýli fullt af snjó við Keflavíkurflugvöll Skýli sem ætlað er til þess að ferðamenn geti gengið í gegnum á leið sinni frá langtímabílastæði Keflavíkurflugvallar að flugstöðinni er enn troðfullt af snjó. Upplýsingafulltrúi Isavia segir það vera á dagskrá að fjarlægja snjóinn. Innlent 21. desember 2022 23:46
Vill hafa Reykjavíkurflugvöll til taks fyrir millilandaflug Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til sérstaks aukafundar í fyrramálið, að ósk Njáls Trausta Friðbertssonar, til að ræða það öngþveiti sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautar. Innviðaráðherra, sem kemur á fund þingnefndarinnar, segir ástandið hafa verið óásættanlegt og Njáll Trausti vill skoða beint millilandaflug frá Reykjavík. Innlent 21. desember 2022 21:12
Fékk flugferð fyrir fjölskylduna á 400 þúsund sem átti að kosta tæpar 1,3 milljón króna Jóhann Bergmann, sem staddur er í Boston ásamt fjölskyldu sinni, segir farir sínar ekki sléttar. Hann segir að Boston-reisa Bergmanns-klansins, eins og hann orðar það, eigi eftir að fara í sögubækurnar. Innlent 21. desember 2022 16:41
Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Innlent 21. desember 2022 15:55
Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. Innlent 21. desember 2022 15:01
„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. Innlent 21. desember 2022 12:26
Flugsamgöngur að komast í samt horf Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. Innlent 21. desember 2022 06:35
Vél Icelandair snúið við vegna tæknibilunar Flugvél Icelandair, sem var á leið frá Keflavík til Denver, var snúið við í kvöld vegna tæknibilunar. Unnið er að því að útvega 158 farþegum Icelandair hótelherbergi. Innlent 20. desember 2022 23:06
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Innlent 20. desember 2022 18:29
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. Innlent 20. desember 2022 15:32
Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. Innlent 20. desember 2022 15:24
Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. Innlent 20. desember 2022 12:31
Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Innlent 20. desember 2022 11:04
Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. Innlent 20. desember 2022 09:31
Veðurvaktin: Margmenni en stemning á Keflavíkurflugvelli Ekkert lát er á norðaustanáttinni sem leikið hefur landsmenn grátt síðan í gær. Vegir eru víða lokaðir og ákveðið hefur verið fresta fjölda flugferða. Fylgst verður með þróuninni í veðurvaktinni hér á Vísi. Innlent 20. desember 2022 09:11
Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega. Erlent 20. desember 2022 07:51
Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir. Innlent 20. desember 2022 06:36
Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Innlent 19. desember 2022 23:20
Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. Innlent 19. desember 2022 22:31
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. Innlent 19. desember 2022 22:01
Börnum sagt að redda sér sjálf eftir aflýsingu flugs Móðir tveggja barna sem áttu bókað flug með Icelandair í morgun segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar. Krakkarnir vörðu fimm klukkustundum í flugrútu og komu svo að tómum kofanum hvað varðaði aðstoð í Keflavík. Innlent 19. desember 2022 18:57
Ellefu rútur í startholunum að aka frá Keflavík til Reykjavíkur Vonir standa til þess að hægt verði innan stundar að flytja strandaglópa frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins í rútum. Í framhaldinu verði vonandi hægt að opna fyrir umferð um Reykjanesbrautina. Innlent 19. desember 2022 17:04
Flugmönnum og -liðum Icelandair flogið frá Keflavík til Reykjavíkur Icelandair hefur ákveðið að fljúga starfsfólki sínu, sem situr fast ásamt mörg hundruð farþegum á Keflavíkurflugvelli, til Reykjavíkur. Þetta er gert til að tryggja hvíldartíma starfsmanna. Um er að ræða 35 starfsmenn. Innlent 19. desember 2022 16:44