Eiður Smári spilar golf fyrir gott málefni Stjörnugolfmót Nova fer nú fram í fimmta sinn á morgun á Urriðavelli í Garðabæ. Um 20 þjóðþekktir Íslendingar taka þátt, þar á meðal Eiður Smári Guðjohnsen. Golf 24. júní 2008 14:58
Þórður Rafn vann í bráðabana Þórður Rafn Gissurarson, GR, vann í dag mót sem fór fram á Garðavelli á Akranesi og var hluti af Kaupþingsmótaröðinni í golfi. Golf 22. júní 2008 19:44
Ólöf María vann á Garðavelli Ólöf María Jónsdóttir bar sigur úr býtum á móti á Garðavelli á Akranesi í dag en mótið er hluti af Kaupþingsmótaröðinni. Golf 22. júní 2008 17:37
Nadal sækir innblástur til Woods Rafael Nadal, fjórfaldur meistari á opna franska meistaramótinu í tennis, segist sækja innblástur til Tiger Woods sem vann opna bandaríska meistaramótið í golfi um síðustu helgi þrátt fyrir erfið meiðsli. Sport 21. júní 2008 18:45
Ísland keppir á Evrópumóti áhugamanna Ísland mun senda lið til þátttöku á Evrópumóti áhugakylfinga í golfi sem fer fram í byrjun næsta mánuðar á Ítalíu. Staffan Johansson, landsliðsþjálfari, hefur valið sex manna hóp fyrir mótið. Golf 19. júní 2008 14:19
Tiger keppir ekki meira í ár Tiger Woods verður frá það sem eftir lifir keppnistímabilsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð á hné. Golf 18. júní 2008 16:16
Tiger vann opna bandaríska Tiger Woods bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Hann vann Rocco Mediate eftir bráðabana í umspili um titilinn. Golf 16. júní 2008 20:28
Woods og Rocco í bráðabana Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Golf 16. júní 2008 10:31
Tiger Woods með forystuna Tiger Woods hefur forystuna á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í kvöld. Woods lék á einu höggi undir pari í gær og er samtals á þremur undir. Golf 15. júní 2008 11:14
Tiger nær sér á strik Stjörnugolfarinn Tiger Woods er í öðru sæti ásamt tveimur öðrum kylfingum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Woods lék vel á öðrum keppnisdegi í gærkvöldi eða á þremur höggum undir pari. Golf 14. júní 2008 10:45
Reykingar bannaðar áhorfendum en ekki keppendum Reykingar eru bannaðar áhorfendum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta er fyrsta stórmótið í golfi þar sem þessar reglur gilda. Verði maður uppvís af því að reykja á maður von á 8.000 króna sekt. Golf 13. júní 2008 12:45
Woods lék á höggi yfir pari Tiger Woods var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á US Open þegar hann lék á 73 höggum eða höggi yfir pari. Þetta var fyrsti hringur Woods í keppni í tvománuði vegna hnéuppskurðar. Golf 12. júní 2008 21:45
Ólafur og Ásta sigruðu á Leiru Ólafur Hreinn Jóhannesson úr GS og Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK unnu í dag sigur á Leirunni á öðru móti Kaupþingsmótaraðarinnar í golfi. Golf 8. júní 2008 20:29
Erfiðar aðstæður á Hólmsvelli í dag Fyrri hringurinn á öðru móti ársins á Kaupþingsmótaröðinni var leikinn á Hólmsvelli á Leiru í dag. Ólafur Hreinn Jóhannsson úr GS hefur forystu í karlaflokki, en hann lék á þremur höggum yfir pari í dag - 75 höggum. Golf 7. júní 2008 21:44
Ólöf á fjórum höggum yfir pari Ólöf María Jónsdóttir úr GK lék í morgun fyrsta hringinn á opnu Evrópumóti í golfi í Endhoven á Hollandi. Ólöf lék á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Golf 6. júní 2008 11:39
Tiger í hópi góðra manna á US Open Tiger Woods, Phil Mickelson og Adam Scott verða allir saman í ráshópi á Opna bandaríska meistaramótinu en það hefst í næstu viku. Þetta er athyglisvert holl og golf-aðdáendur munu fylgjast grannt með hverju skrefi þessara manna. Golf 5. júní 2008 14:50
Tiger bjartsýnn eftir aðgerðina Stjörnugolfarinn Tiger Woods hefur ekki leikið átján holu hring síðan hann fór í aðgerð á hné fyrir um tveimur mánuðum. Aðgerðin heppnaðist vel og er Tiger bjartsýnn fyrir US Open sem hefst í næstu viku. Golf 4. júní 2008 16:45
Kenny Perry vann í Ohio Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry vann í kvöld sigur á Memorial-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af PGA-mótinu. Golf 1. júní 2008 23:29
Gogginn með þriggja högga forystu Ástralinn Matthew Goggin er með þriggja högga forystu á Memorial-mótinu í Ohio í Bandaríkjunum en mótið er hluti af bandarísku PGA-mótaröðinni. Golf 1. júní 2008 12:32
Sörenstam að hætta Sænska golfdrottningin Annika Sörenstam hefur tilkynnt að hún ætli að leggja kylfuna á hilluna eftir yfirstandandi keppnistímabil. Golf 13. maí 2008 19:43
Garcia vann eftir bráðabana Sergio Garcia frá Spáni vann á Players meistaramótinu í golfi sem fram fór á Sawgrass-vellinum í Flórída í gær. Hann bar sigurorð af Bandaríkjamanninum Paul Goydos í bráðabana. Golf 12. maí 2008 10:32
Birgir keppir ekki á Ítalíu Birgir Leifur Hafþórsson hefur dregið sig úr keppni á opna ítalska mótinu í golfi sem hefst á morgun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf 7. maí 2008 21:03
Adam Scott í þriðja sætið Það voru ekki miklar breytingar á nýjum heimslista í golfi sem kynntur var á mánudag. Ástralinn Adam Scott komst þó uppfyrir Suður-Afríkumanninn Ernie Els í þriðja sætinu. Golf 5. maí 2008 23:15
Ólöf María í 57.-61. sæti Ólöf María Jónsdóttir hefur lokið keppni á móti í Skotlandi sem var hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Hún átti þó sinn slakasta hring í dag. Golf 3. maí 2008 14:48
Birgir Leifur komst ekki áfram Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurðinn á opna spænska meistaramótinu í golfi. Þetta varð ljóst nú í kvöld en eftir tvo hringi var Birgir í 76.-92. sæti. Birgir lék fyrstu tvo hringina á mótinu á 72 höggum eða pari og var aðeins einu höggi frá því að komast áfram. Golf 2. maí 2008 18:57
Birgir Leifur líklega í gegnum niðurskurðinn Birgir Leifur Hafþórsson lék öðru sinni á pari á opna spænska meistaramótinu í golfi. Hann kemst líklega í gegnum niðurskurðinn en það kemur endanlega í ljós þegar allir kylfingar dagsins hafi lokið keppni. Golf 2. maí 2008 13:18
Leeds fær ekki stigin til baka Leeds United hefur þurft að játa sig sigrað í baráttunni fyrir því að endurheimta stigin 15 sem tekin voru af liðinu. Enski boltinn 1. maí 2008 17:12
Ólöf tveimur yfir pari Ólöf María Jónsdóttir lauk leik fyrir stuttu á fyrsta hring á Opna skoska mótinu á Carrick vellinum í Loch Lomond í Skotlandi á tveimur höggum yfir pari sem er góður árangur. Golf 1. maí 2008 12:21
Ólöf á fjórum yfir pari í dag Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er á 7 höggum yfir pari eftir tvo hringi á opna spænska meistaramótinu í golfi eftir að hafa lokið keppni á fjórum yfir pari í dag - 76 höggum. Ólöf á því litla möguleika á að ná í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Golf 18. apríl 2008 17:17
Ólöf á þremur yfir pari á Spáni Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék fyrsta hringinn á opna spænska meistaramótinu í golfi á 75 höggum í dag eða þremur yfir pari. Ólöf er hér að taka þátt í sínu fyrsta móti í nokkurn tíma, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Golf 17. apríl 2008 20:04