Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Treysti þessu liði full­kom­lega til að klára þetta án mín

Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Svart ský yfir Hlíðarenda“

Valsmenn töpuðu fjórða leiknum í röð og misstu um leið möguleikann á því að vinna titil á þessu sumri þegar Hlíðarendaliðið féll út úr Mjólkurbikarnum á móti Lengjudeildarliði Vestra. Mjólkurbikarmörkin ræddu Valsliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Íslenski boltinn