Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 24 prósent í apríl

Icelandair flutti 381 þúsund farþega í apríl, 24 prósent fleiri en í apríl 2024. Það sem af er ári hefur félagið flutt yfir 1,2 milljón farþega. Í mánuðinum voru 29 prósent farþega á leið til landsins, 19 prósent frá landinu, 47 prósent voru tengifarþegar og fimm prósent ferðuðust innanlands. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LSR eigi ekki að „sitja hjá“ við á­kvarðanir fé­laga þar sem sjóðurinn er hlut­hafi

Samtímis víðsjárverðum tímum á alþjóðavettvangi með auknum stríðsrekstri og „uppgangi öfga- og sundrungarafla“ hefur orðið bakslag í umræðu um sjálfbærni, að mati stjórnarformanns LSR, sem hann segir varhugaverða þróun og ganga gegn „eðlilegri skynsemi og öllum meginstraumi vísindalegrar þekkingar.“ Formaðurinn undirstrikar jafnframt að stjórn þessa umsvifamesta lífeyrissjóðs landsins ætli sér ekki að „sitja hjá“ þegar kemur að ákvörðunartöku félaga þar sem LSR er meðal stórra hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Reikningum Flokks fólksins lokað um stund

Bankareikningum Flokks fólksins í Arion banka var lokað um stund í aprílmánuði eftir að láðst hafði að fylla út áreiðanleikakönnun í kjölfar þess að flokknum var formlega breytt úr félagsamtökum í stjórnmálasamtök. Reikningarnir hafa verið opnaðir á ný.

Innlent
Fréttamynd

Mjólkur­vinnslan Arna metin á milljarð þegar sjóður Stefnis eignaðist meiri­hluta

Mjólkurvinnslan Arna er verðmetin á nærri einn milljarð króna eftir að framtakssjóður í rekstri Stefnis festi kaup á miklum meirihluta í félaginu undir lok síðasta árs, einkum með því að leggja fyrirtækinu til nýtt hlutafé. Kaupverðið getur hækkað nokkuð nái félagið tilteknum rekstrarmarkmiðum á yfirstandandi ári en fyrir skömmu var nýr framkvæmdastjóri ráðinn til að stýra Örnu í stað stofnandans.

Innherji
Fréttamynd

Heimilar sam­runa og for­stjórinn stígur til hliðar

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu, áður Heimkaup, en félögin höfðu fengið sérstaka heimild til að byrja að framkvæma sameininguna á meðan hún var til rannsóknar hjá eftirlitinu. Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa undanfarin þrjú ár, segist af því tilefni hafa ákveðið að meta eigin stöðu og því tilkynnt stjórnarformanni að hann ætli að stíga til hliðar.

Innherji
Fréttamynd

Eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar nærri tuttugu milljarða fjár­mögnun

Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu.

Innherji
Fréttamynd

Beinn kostnaður Bláa lónsins vegna jarð­hræringa nálgast um átta milljarða

Lokanir og truflanir vegna ítrekaðra jarðhræringa á Reykjanesskaga frá árslokum 2023 hafa valdið beinum kostnaði fyrir Bláa lónið sem nemur samtals um sjö til átta milljörðum króna, einkum vegna tapaðra tekna og greiddra launa á tímum þegar reksturinn hefur stöðvast. Stjórnarformaður Bláa lónsins segir blikur á lofti varðandi þróun ferðaþjónustunnar á heimsvísu, sem muni að líkindum þýða fækkun ferðamanna til Íslands á þessu ári, og gagnrýnir ráðamenn þjóðarinnar fyrir umræðu sem einkennist alltof oft af því hvernig megi skattleggja atvinnuvegina frekar.

Innherji
Fréttamynd

Tapið minnkaði hjá Akta þegar þóknana­tekjur jukust á krefjandi ári á mörkuðum

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með um fimmtíu milljóna tapi á liðnu ári, einkum vegna virðislækkunar á verðbréfaeign, en á sama tíma var nokkur aukning í þóknanatekjum og hreinar eignir í stýringu héldust í horfinu á milli ára. Fjárfestingarsjóðir félagsins áttu mismunandi gengi að fagna á árinu 2024, sem var um margt krefjandi á verðbréfamörkuðum, en á meðan gengislækkun og útflæði var hjá helsta hlutabréfasjóði Akta skiluðu sumir sjóðir ávöxtun umfram keppinauta.

Innherji
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent
Fréttamynd

Hætta fram­leiðslu innan­húss og segja upp fólki

Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­festar stækkuðu enn frekar skort­stöðu sína í hluta­bréfum Al­vot­ech

Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech í Nasdaq-kauphöllinni í Bandaríkjunum jókst um fjórðung á fyrstu vikum þessa mánaðar, skömmu eftir birtingu ársuppgjörs og ákvörðunar Bandaríkjaforseta að efna til tollastríðs við umheiminn. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er niður um meira en þrjátíu prósent á fáeinum vikum, hefur verið að nálgast sitt lægsta gildi frá því að félaginu var fleytt á markað um sumarið 2022.

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn tals­vert undir­verðlagður og á­fram er út­lit fyrir ó­vissu og óró­leika

Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í verðlagningu á félögum í Kauphöllinni, sem var að nálgast jafnvægi í byrjun ársins, en eftir að „eldi og brennisteini tók að rigna“ eru fyrirtæki á markaði núna að nýju almennt verulega vanmetin, samkvæmt hlutabréfagreinanda. Hann telur líklegt að óvissa og óróleiki muni einkenna hlutabréfamarkaði næstu misserin og við slíkar aðstæður sé „almennt skynsamlegt“ að auka vægi stöðugra arðgreiðslufélaga í eignasafninu.

Innherji
Fréttamynd

Stærsti hlut­hafinn segir að leigufélagið Alma verði ekki selt inn í Eik

Langsamlega stærsti fjárfestirinn í Eik, sem er jafnframt eigandi að leigufélaginu Ölmu, segir að engin áform séu uppi um að Alma verði selt inn í hið skráða fasteignafélag. Þá hefur stjórnin ekki tekið neina ákvörðun um hvort Eik muni ráðast í útleigu á íbúðum en á nýlegum aðalfundi var samþykkt að tilgangur félagsins sé meðal annars að standa sjálft að uppbyggingu á slíku húsnæði.

Innherji
Fréttamynd

Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt and­leg veikindi

Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hver ætlar að bera á­byrgð á manns­lífi?

Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf.

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræðan ein­kennist af rang­færslum um ofur­hagnað

Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Brostnar væntingar“ fjár­festa en áhættu­stig Al­vot­ech sam­hliða lækkað mikið

Mikið verðfall á hlutabréfum Alvotech eftir uppfærða afkomuspá endurspeglaði brostnar væntingar fjárfesta, sem um leið losaði út talsvert af skuldsettum stöðum, en þrátt fyrir tímabundnar hraðahindranir undirstrika greinendur að félagið sé á allt öðrum stað en áður og efnahagsreikningurinn orðinn mun „heilbrigðari“. Ný og betri upplýsingagjöf er sögð geta leitt til „þroskaðri umræðu og væntinga“ um Alvotech en markaðsviðskipti Íslandsbanka nefna að ef félagið nær um 350 milljóna dala rekstrarhagnaði á næstu tveimur árum, nokkuð undir útgefinni áætlun, ætti það að skila sér í virkilega góðri ávöxtun.

Innherji
Fréttamynd

Sau­tján langveik börn fengu ferða­styrk

Sautján börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 70 manns, var í gær, á fyrsta degi sumars, afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair. Afhendingin fór fram í Icelandair húsinu í Hafnarfirði.

Lífið
Fréttamynd

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout

Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beint flug milli Akur­eyrar og út­landa aldrei verið meira

Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Innlent
Fréttamynd

Er­lend út­lán bankanna mögu­lega „van­metin“ skýring á styrkingu krónunnar

Samtímis mikilli aukningu í útlánum bankanna til fyrirtækja í erlendri mynt á undanförnum mánuðum þá hafa þeir selt niður aðrar gjaldeyriseignir, að því er kemur fram í nýrri greiningu, sem kann að vera „vanmetin þáttur“ í gengisstyrkingu krónunnar frá því á haustmánuðum síðasta árs. Í síðustu viku hóf Seðlabankinn regluleg kaup sín á gjaldeyri, sem hafa það að markmiði að efla forðann, en eftir gengishækkun og fjarveru lífeyrissjóða á markaði eru flestir sérfræðingar sammála um að tímasetning bankans sé góð.

Innherji