Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. Innlent 4. maí 2023 08:18
Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Innlent 3. maí 2023 12:30
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. Innlent 1. maí 2023 08:20
Einangrun dragi ekki úr líkum á að fangar endurtaki brot sín Afbrotafræðingur segir að ef koma eigi í veg fyrir að fangar fari hættulegri út í samfélagið að afplánun lokinni þá verði að huga að betrun og stuðningi í fangelsum. Einangrun sé versta úrræðið til að draga úr líkum á að fangar endurtaki brot sín. Innlent 26. apríl 2023 18:25
„Hann er svo hættulegur að það veit enginn hvernig á að höndla hann“ „Auðvitað þarf hann hjálp en hann þarf líka að vera móttækilegur fyrir henni og taka ábyrgð. Þetta er vinna sem hann sjálfur þarf líka að sinna. Ætlar hann bara alltaf að vera svona? Ætlar hann ekkert að gera sjálfur til að bæta sig?“ segir Svava Líf Jónsdóttir og vísar þar í nýjan þátt af Kompás þar sem rætt er við Sigurð Almar Sigurðsson, dæmdan kynferðis-og ofbeldismann á Litla Hrauni, og móður hans. Innlent 26. apríl 2023 18:23
Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Innlent 25. apríl 2023 22:31
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. Innlent 25. apríl 2023 07:00
Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn. Innlent 17. mars 2023 19:37
Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. Innlent 16. mars 2023 19:49
Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Innlent 12. mars 2023 19:32
Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Innlent 28. febrúar 2023 12:18
Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. Innlent 26. febrúar 2023 19:54
„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Innlent 22. febrúar 2023 20:01
„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Innlent 21. febrúar 2023 20:00
Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Innlent 21. febrúar 2023 12:43
„Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás kynnumst við Maríönnu og Ragnari. Fáum innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. Innlent 21. febrúar 2023 07:00
Þú læknar ekki áföll með því að troða tveimur fingrum inn Kynfræðingur efast um réttmæti heilandi kynlífsvinnu, eins og tíðkast víða á Íslandi í nýaldarfræðum og andlega heiminum. Hún hefur fengið fjölda beiðna um að taka þátt í allskonar andlegum kynlífs-tengdum viðburðum, en afþakkar alltaf. Innlent 29. maí 2022 19:01
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. Innlent 23. maí 2022 08:00
Fengu nafnlausa afsökunarbeiðni og ítarlega skýringu vegna níðstangarinnar Hjónin á Skrauthólum óttast um öryggi fjölskyldu sinnar og dýra eftir ítrekuð alvarleg atvik í tengslum við nágranna þeirra á Sólsetrinu, andlegu setri. Þau hafa óskað eftir aðkomu stjórnvalda í meira en tvö ár, en ekkert gerist. Þeim bárust nafnlaus skilaboð fyrir skömmu þar sem þau voru fullvissuð um að níðstöng sem var reist við bæinn, hafi ekki verið beint að þeim, heldur Sólsetrinu. Innlent 22. maí 2022 18:30
Gísli stjörnuspekingur búinn að loka vefsíðu Gáruáhrifa Gísli Gunnarsson Bachmann, stjörnuspekingur og jógakennari, er búinn að loka heimasíðu og Facebook-síðu Gáruáhrifa. Það gerði hann eftir að myndskeið af honum var birt í Kompás þar sem hann er að beita skjólstæðing sinn andlegu ofbeldi undir merkjum stjörnulesturs. Fleiri konur hafa stigið fram vegna mannsins. Innlent 17. maí 2022 16:00
„Þetta var ofbeldi, ekki einhver andleg vinna“ Áróra Helgadóttir, heilbrigðisverkfræðingur og jógakennari, sagði í Kompás frá reynslu sinni af eins konar sértrúarsafnaðarsamfélagi utan borgarmarkanna þar sem hún var beitt ítekuðu ofbeldi, gaslýsingu og kærleikskæfingu. Hún komst loks í burtu með klækjum, eftir að hafa misst tengslin við raunveruleikann og hætt að trúa sínu eigin innsæi. Innlent 16. maí 2022 07:00
Kakókennari lokkaði fólk úr 12 spora samtökum inn í markalausar athafnir „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“ Í Kompás segja viðmælendur frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli. Innlent 14. maí 2022 07:00
Samverustund með stjörnuspekingi breyttist í martröð Fyrir nokkrum mánuðum fóru nokkrar vinkonur til stjörnuspekings í persónulegan lestur. Hann auglýsti sig menntaðan í faginu og bauð þeim rúmlega þriggja stunda kvöldstund fyrir nokkra tugi þúsunda. Maðurinn sagðist meðal annars skilja Hitler og nasistana, sakaði vinkonurnar um að hafa skaðað börnin sín svo mikið að þau væru orðin einhverf og réðst persónulega á eina þeirra svo gróflega að hún brast í grát. Innlent 12. maí 2022 07:00
„Ég hef hvergi getað leitað réttlætis eða úrvinnslu“ Ekkert eftirlit er með óhefðbundnum heilunar- og sjálfshjálparaðferðum og lítið gert nema þolendur verði fyrir alvarlegum lögbrotum. Kona sem hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi og misbeitingu í andlega heiminum kallar eftir vettvangi til að tilkynna brot. Innlent 10. maí 2022 18:31
Hugvíkkandi lyf eru flugbeitt verkfæri Í Kompás þætti gærkvöldsins var fjallað um það ofbeldi sem þrífst innan andlega heimsins svokallaða hér á landi, nánar tiltekið þeim kima hans sem hefur með shamanisma og hugvíkkandi lyf að gera. Skoðun 10. maí 2022 15:02
Venjulegt fólk á tímamótum líklegast til að kaupa hugmyndafræði sértrúarhópa Sálfræðingur sem sérhæfir sig í sértrúarsöfnuðum og trúarhreyfingum segir þolendur trúarofbeldis oftast ekki átta sig á ofbeldinu fyrr en stigið er út úr aðstæðum. Flestir ganga til liðs við söfnuði eða trúarhreyfingar á tímamótum í lífi sínu. Innlent 10. maí 2022 12:01
Ofbeldi og illska í skjóli andlegrar vinnu Kompás ræddi við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú. Innlent 10. maí 2022 07:01
Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. Innlent 9. maí 2022 18:31
Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Innlent 29. apríl 2022 08:31
Meirihluti vændismála felldur niður Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Innlent 27. apríl 2022 19:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent