Ef fækka eigi afbrotum verði að vinna í rót vandans og hjálpa veikum föngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2023 22:31 Sigrún Sigurðardóttir er í stjórn Geðhjálpar. sigurjón ólason Hjúkrunarfræðingur í stjórn Geðhjálpar segir ljóst að ef fækka eigi afbrotum þurfi að vinna í rót vandans og hjálpa einstaklingum í fangelsi. Þörf sé á sértækum úrræðum fyrir afplánun andlega veikra fanga. Stjórnvöld verði að bregðast við. Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Í Kompás í gær fjölluðum við um Sigurð sem er með þroskaröskun og vistaður á Litla-Hrauni þar sem hann hefur síðustu fimm mánuði verið einangraður frá öðrum föngum á sérstökum öryggisgangi vegna þess að hann á erfitt með samneyti við aðra fanga. Þátturinn sýndi fram á úrræðaleysi í málaflokknum og sagði Fangelsismálastjóri að stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í þessum málum. Stjórnarkona Geðhjálpar segir aðstæður sem sýndar voru í þættinum ekki hafa komið á óvart. „Því miður. Og það er ekki við starfsfólk fangelsanna að sakast. Það vantar úrræði. Það vantar fjármagn inn í kerfið og eins og fangelsismálastjóri sagði: Við erum í raun að brjóta á þessu fólki með því að loka það inni í einangrun og við vitum hvað einangrun hefur slæm áhrif á fólk og sérstaklega veikt fólk,“ sagði Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og stjórnarkona í Geðhjálp. Stjórnvöld þurfi að bregðast við Saga Sigurðar sýni að hægt hefði verið að grípa inn í miklu fyrr en öllll kerfi hafi brugðist. Sigrún segir að hópur andlegra veikra fanga sé ekki mikill þrýstihópur og stjórnvöld ekki sýnt málaflokknum áhuga. „Ég held að stjórnvöld þurfi bara að girða sig í brók í þessum málaflokki, fangelsismálaflokknum.“ Hún segir algjörlega ljóst að fólk með geðraskanir eða fatlanir eigi ekki heima í fangelsi og þörf á sértæku úrræði fyrir afplánun þessa hóps. Þá sé einnig hægt að koma í veg fyrir afbrot með því að grípa fólk fyrr. „Við hjálpum engum með því að loka hann inni án þess að hann fái viðeigandi úrræði og við komum ekki í veg fyrir afbrot með því nema bara í ákveðinn tíma og við þurfum að aðstoða þetta fólk. Ef við viljum koma í veg fyrir afbrot, þá þurfum við náttúrulega bara að hjálpa þessum einstaklingum.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ég er aleinn allan daginn mamma“ Í fangelsum er mjög veikt fólk sem ætti undir öllum kringumstæðum að vera í sértækum úrræðum. Þetta er andlega veikt fólk með þroskaraskanir og geðsjúkdóma. Fólk sem höndlar á engan hátt aðstæðurnar í fangelsi eða samneyti við aðra fanga og er þess vegna oft einangrað frá öllum á öryggisgöngum. 25. apríl 2023 07:00