NBA dagsins: „Barnaskapur“ Fourniers, tröllatilþrif LeBrons og tap toppliðsins New York Knicks vann nauman sigur á Orlando Magic, 94-93, í Madison Square Garden í gær eftir slæm mistök Evan Fournier á lokasekúndunum. Körfubolti 19. mars 2021 15:31
Sjáðu kynningarþátt Stöðvar 2 Sports um Píeta samtökin Vakin var athygli á starfsemi Píeta samtakanna á Stöð 2 Sport fyrir leik Vals og Tindastóls í gær. Körfubolti 19. mars 2021 15:14
„Látum oft eins og íþróttir snúist um líf og dauða en þetta er sannarlega málefni sem er upp á líf og dauða“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í gær og ekki síður með daginn en leikurinn á Hlíðarenda var styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Körfubolti 19. mars 2021 14:01
Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Körfubolti 19. mars 2021 10:30
James kom Lakers nær toppsætinu Meistarar Los Angeles Lakers komu sér upp í 2. sæti vesturdeildar með 116-105 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð. Körfubolti 19. mars 2021 07:31
Þjálfari Hattar lét dómarana fá það óþvegið eftir gríðarlega svekkjandi tap gegn KR Höttur tapaði á einhvern ótrúlegan hátt gegn KR í gærkvöld í Dominos-deild karla í körfubolta. Höttur var sjö stigum yfir þegar 90 sekúndur voru til leiksloka en hentu frá sér sigrinum. Körfubolti 19. mars 2021 07:00
Pavel: Uppgötvuðum að þetta er bara eins og hver önnur vinna Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var ánægður með sigurinn á Tindastóli í kvöld. Valsmenn hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir brösugt gengi framan af tímabilinu. Körfubolti 18. mars 2021 23:13
Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir. Körfubolti 18. mars 2021 23:01
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 90-79 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Valur vann 11 stiga sigur á Tindastól er liðin mættust í Dominos-deild karla í kvöld, lokatölur 90-79. Valsmenn nú unnið þrjá leiki í röð. Körfubolti 18. mars 2021 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 76-81 | Haukar sprungu á lokasprettinum Grindavík vann fimm stiga sigur á Haukum í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 81-76 Grindavík í vil. Sævaldur Bjarnason stýrði Haukum í fyrsta sinn í kvöld en það dugði ekki til. Körfubolti 18. mars 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 97-98 | KR stal sigrinum í sinni síðustu sókn Tyler Sabin var hetja KR-inga þegar þeir unnu Hött með einu stigi á Egilsstöðum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. KR-ingar voru skrefinu á eftir allan leikinn en stálu sigrinum í sinni síðustu sókn. Körfubolti 18. mars 2021 21:00
Lárus: Við þurftum bara að hætta að hika Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var virkilega ánægður með sína menn í kvöld, en þeir unnu góðan 92-83 sigur gegn Stjörnunni í Dominos deild karla. Körfubolti 18. mars 2021 20:45
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Stjarnan 92-83 | Heimamenn upp í annað sætið eftir frábæran síðari hálfleik Frábær síðari hálfleikur Þórs Þorlákshafnar skilaði þeim frábærum níu stiga sigri eftir að liðið var 13 stigum undir í hálfleik. Þór Þ. er því komið upp í annað sæti Dominos-deildarinnar í körfubolta á meðan gestirnir úr Garðabæ eru dottnir niður í þriðja sætið. Lokatölur 92-83 Þórsurum í vil. Körfubolti 18. mars 2021 20:20
Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Körfubolti 18. mars 2021 17:00
Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 18. mars 2021 16:31
NBA dagsins: Grikkinn sat ekki auðum höndum og Harden og Doncic voru í fjörutíu stiga ham Það var nóg af glæsilegum tilþrifum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis Antetokounmpo, James Harden og Luka Doncic eru fyrirferðarmiklir í NBA dagsins hér á Vísi. Körfubolti 18. mars 2021 15:31
„Viss um að þetta verður fallegur dagur“ Jón Arnór Stefánsson hlakkar til leiks Vals og Tindastóls í Domino's deild karla í kvöld. Leikurinn er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Körfubolti 18. mars 2021 13:01
Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan. Körfubolti 18. mars 2021 11:01
Lamaðist þegar bíl var ekið aftan á hann Shawn Bradley, fyrrverandi NBA-leikmaður Dallas Mavericks og einn af körfuboltamönnunum í kvikmyndinni Space Jam, er lamaður eftir að bifreið var ekið aftan á hann á reiðhjóli. Körfubolti 18. mars 2021 08:02
Sakaður um vanvirðingu eftir hetjuskap í sigri Bucks Giannis Antetokounmpo átti mestan heiður að sigri Milwaukee Bucks í framlengdum leik gegn Philadelphia 76ers í nótt, 109-105. Hegðun hans undir lok leiks vakti litla kátínu heimamanna. Körfubolti 18. mars 2021 07:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 74-69 | Frábær sigur Blika gegn meisturunum Breiðablik stöðvaði sigurgöngu Vals þegar liðin mættust í Smáranum í Domino's deild kvenna í kvöld. Blikar unnu sanngjarnan sigur, 74-69. Körfubolti 17. mars 2021 22:39
Hetja Blika: „Hugsaði að ég tæki bara skotið“ Það var að vonum létt yfir Jessicu Lorea, leikmanni Breiðabliks, eftir sigurinn á Val, 74-69, í kvöld. Hún skoraði sigurkörfu Blika þegar fjórtán sekúndur voru eftir af leiknum. Körfubolti 17. mars 2021 22:35
Óvæntur sigur KR í Keflavík og spennusigur Hauka í Ólafssal KR gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Keflavíkur er liðin mættust í Domino's deild kvenna í kvöld. Körfubolti 17. mars 2021 21:01
KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“ KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði. Körfubolti 17. mars 2021 16:01
Max Montana braut agareglur og spilar ekki meira með Keflavík Bandaríski körfuboltamaðurinn Max Montana hefur spilað sinn síðasta leik með toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta. Körfubolti 17. mars 2021 15:45
NBA dagsins: Lillard nýtti sér stór mistök, Philadelphia slapp með skrekkinn og Utah vann Boston Það var spenna í leikjum næturinnar í NBA-deildarinnar í körfubolta og í NBA dagsins hér á Vísi má sjá bæði mistök og glæsileg tilþrif. Damian Lillard var senuþjófurinn með 50 stiga leik. Körfubolti 17. mars 2021 15:01
Styrktarleikur fyrir Píeta samtökin í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Leikur Vals og Tindastóls í Origo-höllinni í Domino's deild karla annað kvöld er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Körfubolti 17. mars 2021 11:11
Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. Körfubolti 17. mars 2021 11:01
Með fimmtíu stig og stáltaugar í lokin „Þetta er leikur sem ég á eftir að muna eftir,“ sagði Damian Lillard eftir að hafa bjargað Portland Trail Blazers um sigur með kynngimagnaðri frammistöðu gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 17. mars 2021 07:30
Dagný Lísa og kúrekastelpurnar mæta UCLA í fyrstu umferð Marsæðisins Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í Wyoming háskólaliðnu fengu í gær að vita hver verður mótherji liðsins í úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. Körfubolti 16. mars 2021 16:00