

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar hvort andlát ungs manns aðfaranótt sunnudags tengist neyslu fentanýls.
Þolendur voru fluttir á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldi í nótt.
Pólskur karlmaður um fertugt hlaut sjö ára dóm í Hæstarétti árið 2013 fyrir ránið á Laugaveginum.
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng.
Faðir brotaþola í frelsissviptingarmáli segir fjölskylduna hafa íhugað alvarlega að flytja úr landi. Hann rak fyrirtæki undir sama þaki og Geiri á Goldfinger og stóð ekki á sama.
Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi.
Gert á grundvelli almannahagsmuna.
Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði.
Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hefur hvorki játað né neitað aðild að málinu.
Skúlaskeið í Hafnarfirði var vettvangur morðs fyrir þremur árum. Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum í sömu götu á laugardaginn.
Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani.
Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald.
Aðstoðaryfirlögregluþjónn býst við að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir konunni vegna mannsláts í Hafnarfirði.
Maðurinn sem er látinn var rúmlega fertugur en talið er að þau hafi verið sambýlisfólk.
Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum.
Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt.
Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann.
Lögreglurannsókn á máli hjúkrunarfræðings sem grunaður er um manndráp af gáleysi er lokið. Málið er á borði ríkissaksóknara og ekki enn komin ákæra í málinu.
Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma.
Búið var að aka dráttarvél inn í húsið og skjóta á það. Umsjónarkona óttast að einnig hafi verið ráðist að hrossum á beit.
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári.
Það er óhætt að segja að Sverrir Þór Gunnarsson, eða Sveddi tönn, eins og hann er kallaður, sé nokkurskonar huldumaður undirheima Íslands. Eins og fram hefur komið var hann handtekinn í Ríó de Janeiro í vikunni eftir að unnusta hans var handtekinn á alþjóðaflugvelli þar í borg með hátt í 50 þúsund E töflur. Sverrir er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst þegar hann var sextán ára gamall. Þá voru brot hans nokkuð hefðbundin, ef svo má að orði komast, hann var dæmdur fyrir minniháttar fíkniefnabrot og umferðalagabrot. Sverrir fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti.
Sérstakur saksóknari telur að störf þeirra rannsakenda hjá embætti sem voru kærðir á dögunum fyrir það að selja upplýsingar til þriðja aðila hafi ekki grafið undan rannsókn svokallaðs Vafningsmáls. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar lagði saksóknari fram greinargerð með niðurstöðum innanhússrannsóknar sem bendi til þess að engin lög eða reglur hafi verið brotnar.
Verjendur telja að lögreglumenn sem rannsökuðu Vafningsmálið svokallaða hafi verið vanhæfir til að rannsaka það þar sem þeir höfðu sjálfir beina fjárhagslega hagsmuni af því að rannsókn myndi leiða til ákæru og af þeim sökum beri að vísa málinu frá. Tekist verður um kröfu þeirra um frávísun í lok þessa mánaðar.
Tveir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að rán í úra- og skartgripaverslun Michelsen að Laugavegi, þar sem þeir tóku 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen að verðmæti 50 milljónir króna. Samkvæmt ákærðu var þetta allt gert eftir fyrirfram gerði áætlun mannanna og tveggja samverkamanna þeirra.
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafnfirðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar.
Maður á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði, var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hann var um tíma trúlofaður konunni sem hann er talinn hafa orðið að bana. Hún lætur eftir sig tæplega tvítugan son.
Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur.
Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu.
„Þetta er bara harmleikur," segir íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði en karlmaður á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt konu á fertugsaldri í húsi við götuna í nótt.