PSV komið með forystu gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi hefur náð 1-0 forystu gegn AC Milan í síðari leik liðanna í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Sport 4. maí 2005 00:01
Stam þakkar heppninni Jaap Stam varnarmaður AC Milan segir lið sitt hafa verið heppið að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í undanúrslitunum þrátt fyrir 3-1 tap í Hollandi í kvöld. "...Við lékum lékum ekkert sérstaklega vel ..." Mark van Bommel miðjumaður PSV gat ekki leynt vonbrigðum sínum. "<em>Við áttum skilið að vinna.."</em> Sport 4. maí 2005 00:01
PSV komið í 2-0 gegn Milan PSV Eindhoven frá Hollandi var rétt í þessu að komast í 2-0 gegn AC Milan í síðari undanúrslitaleik liðanna í meistaradeildinni, en leikurinn fer fram í Hollandi. Sport 4. maí 2005 00:01
Milan í úrslit meistaradeildar Lokamínútur viðureignar PSV og AC Milan voru æsilegar og dramatískar, en AC Milan hefur tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn við Liverpool, þrátt fyrir 3-1 tap í kvöld. Massimo Ambrosini minnkaði muninn fyrir AC Milan á lokamínútu venjulegs leiktíma. Sport 4. maí 2005 00:01
Benitez sama hverjum hann mætir Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sér sé alveg sama hvaða liði sitt lið mæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar, sínir menn séu staðráðnir í að vinna. Sport 4. maí 2005 00:01
Tunglmarkið réði úrslitum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er á þeirri skoðun að markið sem skildi lið hans og Liverpool að í meistaradeildinni í gær, hefði aldrei átt að standa. Sport 4. maí 2005 00:01
Liverpool gæti fengið sekt Lið Liverpool gæti átt yfir höfði sér sekt vegna brjálæðinganna tveggja sem sluppu inn á völlinn hjá liðinu í leiknum við Chelsea í meistaradeildinni í gærkvöldi. Sport 4. maí 2005 00:01
Rafa ver mark Garcia Rafa Benitez hefur varið markið umdeilda sem Luis Garcia skoraði er lið hans, Liverpool, sló Chelsea út úr Meistaradeild Evrópu í kvöld og er komið í úrslit. Sá spænski sagði að Petr Cech hefði fellt Milan Baros og hefði dómarinn ekki dæmt markið gilt hefði hann þurft að dæma víti og reka Cech af leikvelli. Sport 3. maí 2005 00:01
Liverpool yfir í leikhléi Það er kominn hálfleikur í leik seinni leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og staðan 1-0 fyrir Liverpool. Það var Spánverjinn snjalli Luis Garcia sem skoraði markið strax á fjórðu mínútu. Sport 3. maí 2005 00:01
Garcia kemur Liverpool yfir Luis Garcia er búinn að koma Liverpool yfir gegn Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sport 3. maí 2005 00:01
Gerrard í skýjunum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var í skýjunum eftir sigurinn gegn Chelsea í undanúrlitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sport 3. maí 2005 00:01
Liverpool í úrslit Liverpool er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur á Chelsea, 1-0, á Anfield í kvöld. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður því þrátt fyrir að Chelsea væri mun meira með boltann í síðari hálfleik er þeir reyndu að freista þess að jafna leikinn, þá ógnuðu þeir marki Liverpool aldrei af viti. Sport 3. maí 2005 00:01
Carragher í sjöunda himni Jamie Carragher, varnarjaxlinn í Liverpool, var í sjöunda himni eftir sigur Liverpool á Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Anfield í kvöld, en Carragher var af mörgum talinn besti maður vallarins. Sport 3. maí 2005 00:01
Riise vill stöðva Chelsea Norski varnarmaðurinn John Arne Riise segir sína menn í Liverpool eiga mjög góða möguleika á að stöðva Chelsea á leið sinni að þrennunni, en liðin mætast í síðari leik sínum í meistaradeildinni í kvöld. Sport 3. maí 2005 00:01
Cech segir Chelsea í góðri stöðu Petr Cech, markvörður Chelsea, segir sína menn í góðri aðstöðu til að leggja Liverpool í meistaradeildinni í kvöld, ekki síst vegna þess að bæði Damien Duff og Arjen Robben hafa lýst sig klára í slaginn. Sport 3. maí 2005 00:01
Baráttan um Bretland "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, Sport 3. maí 2005 00:01
Mourinho: Betra liðið tapaði Framkvæmdastjóri Chelsea, Portúgalinn Jose Mourinho, segir að betra liðið hafi tapað á Anfield í kvöld. Þeir bláu voru slegnir út úr Meistaradeildinni með umdeildu marki Luis Garcia, en myndbandsupptökur gátu ekki sýnt hvort boltinn var kominn inn eða ekki þegar William Gallas hreinsaði frá markinu. Sport 3. maí 2005 00:01
Benitez segir að Chelsea muni tapa Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki ætla að vera með neina hógværð þegar kemur að leiknum við Chelsea í meistaradeild Evrópu annað kvöld. Sport 2. maí 2005 00:01
Eiður sakaður um leikaraskap Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool saka Eið Smára Guðjónsen um að hafa látið sig detta viljandi til þess að Spánverjinn Xabi Alonso í liði Liverpool myndi fá gult spjald í leik Chelsea og Liverpool á miðvikudaginn. Vegna spjaldsins verður Alonso í leikbanni í seinni leik liðanna í Meistaradeild Evrópu sem fram fer á þriðjudaginn. Sport 29. apríl 2005 00:01
Cech ánægður með jafnteflið Markvörður Chelsea, Tékkinn Petr Cech, var hæst ánægður með markalausa jafnteflið gegn Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Sport 28. apríl 2005 00:01
Mourinho ánægður með sína menn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli gegn Liverpool á Stamford Bridge. Mourinho segir að pressan verði á Liverpool á Anifeld, enda þurfi þeir að vinna. Chelsea dugi jafntefli ef skorað verður í leiknum. Sport 28. apríl 2005 00:01
Við getum komist komist í úrslit Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, telur lið sitt nú vera í bílstjórasætinu eftir 0-0 jafntefli gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Liðin munu mætast öðru sinni á Anfield á þriðjudaginn eftir viku, með sæti í úrslitaleiknum í húfi, og Benitez telur sína menn geta náð góðum úrslitum í þeim leik. Sport 27. apríl 2005 00:01
Chelsea og Liverpool skyldu jöfn Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bæði lið fengu færi á að skora mark í kvöld en nýttu ekki tækifærin sín. Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea og átti ágætan fyrri hálfleik, en sást ekki mikið í þeim seinni. Sport 27. apríl 2005 00:01
Eiður Smári í byrjunarliðinu Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Liverpool í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Eiður mun spila í fremstu víglínu ásamt Didier Drogba en Damien Duff er ekki í hópnum vegna meiðsla. Sport 27. apríl 2005 00:01
Shevchenko ætlar í úrslitin Andriy Shevchenko, framherji AC Milan, sem skoraði fyrra mark sinna manna í gær í 2-0 sigri á PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar, segir Milan vera komið með gott veganesti í úrslitaleikinn. Sport 27. apríl 2005 00:01
Jafnt í leikhléi á Stamford Bridge Þegar gengið er til búningsherbergja í leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu er staðan jöfn, 0-0. Bæði lið hafa fengið færi til að skora, Frank Lampard fékk dauðafæri en skaut yfir og John Arne Riise skaut beint á Cech úr úrvaldsfæri hinum megin. Þá varði Cech frábærlega skalla frá Milan Baros. Sport 27. apríl 2005 00:01
Benitez segir miðjuna lykilinn Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir miðjumenn sína Steven Gerrard og Xabi Alonso vera lykilinn að því að sigra Chelsea í meistaradeildinni í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Egóið mitt stærra en nokkru sinni Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea segir að egó sitt sé stærra en nokkru sinni fyrr og hefur engar áhyggjur af viðureigninni við Liverpool í meistaradeildinni í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Eiður líklega í byrjunarliðinu Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í kvöld líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho segir lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki leikinn í kvöld. Sport 27. apríl 2005 00:01
Ancelotti sefur ekki Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan sagðist í gær ekki búast við því að sofa vel í nótt, vegna leiksins við PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld og sagði að slíkt ætti eflaust eftir að henda kollega sinn hjá hollenska liðinu. Sport 26. apríl 2005 00:01