MMA

MMA

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fréttamynd

Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld

Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið.

Sport
Fréttamynd

Barist í Skotlandi annað kvöld

Þrír fræknir Íslendingar úr Mjölni berjast annað kvöld í Skotlandi. Bardagarnir fara fram í Headhunters Championship bardagasamtökunum í Falkirk og er fjaðurvigtarbelti í húfi.

Sport
Fréttamynd

Gunnar keppir um titil innan árs

Maðurinn á bak við velgengni Gunnars Nelson og Conors McGregor í UFC-heiminum, John Kavanagh, er ekki hissa á uppgangi lærisveina sinna. Kavanagh segir að Gunnar muni slá í gegn í Bandaríkjunum og byrji á því strax í júlí er hann mætir John Hathaway.

Sport
Fréttamynd

Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld?

Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko 'Cro Cop' Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA.

Sport
Fréttamynd

Þetta verður geðveikt kvöld í Vegas

Gunnar Nelson er á leið í tveggja mánaða æfingabúðir í Las Vegas ásamt Conor McGregor og fleiri félögum þeirra. Gunnar berst við Englendinginn John Hathaway 11. júlí á stærsta kvöldi ársins, og jafnvel allra tíma, hjá UFC. Gunnar segir Hathaway vera alvör

Sport
Fréttamynd

Velgengni er besta hefndin

Ronda Rousey hefur svarað verslunarrisanum Wal-Mart fullum hálsi eftir að verslunin neitaði að selja bókina hennar.

Sport
Fréttamynd

Aldo lofthræddur í London

Conor McGregor og Jose Aldro eru komnir til London að auglýsa bardaga sinn sem fer fram í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Mjölnismenn berjast í kvöld

Mjölnismennirnir Egill Øydvin Hjördísarson, Birgir Örn Tómasson og Diego Björn Valencia berjast allir á bardagakvöldi í Doncaster í kvöld. Egill og Birgir keppa í MMA en Diego í sparkboxi.

Sport