NBA deildin hefst í nótt Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti. Körfubolti 30. október 2007 17:55
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Norðvesturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:51
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðvesturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:44
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Suðausturriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:31
Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 17:22
Hitað upp fyrir NBA-deildina Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. Körfubolti 30. október 2007 16:20
Bibby verður frá í 6-10 vikur Keppnistímabilið hjá Sacramento Kings í NBA deildinni byrjar ekki gæfulega eftir að í ljós kom að leikstjórnandi liðsins Mike Bibby verður frá í 6-10 vikur eftir að hafa tognað á þumalputta og gæti því misst af fyrstu 20 leikjum liðsins í deildarkeppninni eða meira. Körfubolti 27. október 2007 12:15
Garnett með þrennu gegn Cleveland Boston Celtics vann í nótt lokaleik sinn á undirbúningstímabilinu í NBA þegar liðið skellti Austurdeildarmeisturum Cleveland 114-89 á heimavelli. Kevin Garnett var með þrennu í leiknum. Körfubolti 27. október 2007 12:07
Chicago missti þrjá meidda af velli Fimm leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. Chicago lagði Milwaukee 97-81 en missti þá Ben Wallace, Tyrus Thomas og Joakim Noah alla í meiðsli í leiknum. Körfubolti 26. október 2007 09:48
Undirbúningurinn gengur illa hjá Lakers Kobe Bryant er nýjasta nafnið á sjúkralista LA Lakers í NBA deildinni en hann meiddist á hendi í æfingaleik gegn Utah Jazz í fyrrinótt. Bryant var þá óðum að ná sér eftir aðgerð á hné. Körfubolti 25. október 2007 14:57
Stuckey handarbrotnaði Detroit Pistons varð fyrir áfalli í nótt þegar nýliði liðsins, leikstjórnandinn Rodney Stuckey, handarbrotnaði í 104-85 sigri á Washington á undirbúningstímabilinu. Körfubolti 25. október 2007 09:20
Riley losaði sig við Walker Pat Riley, þjálfari og forseti Miami Heat í NBA, nældi sér í ágætan liðsstyrk í gærkvöld þegar hann losaði sig við framherjann Antoine Walker sem hefur verið til vandræða hjá liðinu síðasta árið. Körfubolti 25. október 2007 09:10
Miami vann ekki leik Miami Heat tapaði í nótt 104-87 fyrir San Antonio á undirbúningstímabilinu í NBA og tapaði þar með öllum sjö leikjum sínum í undirbúningnum. Þetta er lélegasti árangur í sögu félagsins. Körfubolti 24. október 2007 10:05
Baulað á Isiah Thomas í sigri New York Isiah Thomas, þjálfari New York Knicks, þurfti að hlusta á nokkuð baul frá áhorfendum í Madison Square Garden í nótt þegar hans menn lögðu Boston 94-87 í æfingaleik. Körfubolti 23. október 2007 09:39
Ekkert varð úr endurkomu Houston Allan Houston mun ekki fullkomna endurkomu sína í NBA deildina með liði New York Knicks eins og til stóð. Houston æfði með liðinu í nokkra daga en tók ákvörðun fyrir þjálfara sinn og dró sig í hlé. Körfubolti 22. október 2007 07:15
Morrison úr leik hjá Bobcats Framherjinn hárprúði Adam Morrison mun að líkindum missa af öllu keppnistímabilinu í NBA deildinni sem hefst í næstu viku. Hann sleit liðband í hné í leik gegn LA Lakers í fyrrakvöld. Charlotte valdi Morrison númer þrjú í nýliðavalinu í fyrrasumar, en hann olli nokkrum vonbrigðum síðasta vetur og skoraði aðeins tæp 12 stig í leik. Körfubolti 22. október 2007 07:10
Clippers vann grannaslaginn Fjórir leikir fóru fram á undirbúningstímabilinu í NBA í nótt. LA Clippers hafði betur gegn grönnum sínum í Lakers 112-96 í leik sem sýndur var beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu. Körfubolti 22. október 2007 07:00
Framundan á NBA TV Klukkan 23:00 í kvöld verður NBA TV rásin á Fjölvarpinu með beina útsendingu frá leik Toronto Raptors og Chicago Bulls á æfingatímabilinu í NBA deildinni. Chicago hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum á undirbúningstímabilinu til þessa en Toronto hefur unnið tvo af sínum fjórum. Körfubolti 19. október 2007 22:11
Indiana - Memphis í beinni í kvöld Æfingatímabilið í NBA deildinni stendur nú sem hæst og í kvöld klukkan 23 verður bein útsending frá leik Indiana og Memphis á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Körfubolti 17. október 2007 22:45
LeBron James meiddist á öxl Sex leikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni í nótt. LeBron James þurfti að fara af velli meiddur á öxl þegar lið hans Cleveland tapaði fyrir Seattle. Körfubolti 13. október 2007 11:46
Toronto tapaði fyrir Real Madrid Átta æfingaleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar af voru þrír þeirra gegn liðum utan deildarinnar. Toronto tapaði naumlega fyrir spænska liðinu Real Madrid 104-103. Körfubolti 12. október 2007 09:15
Tilbúinn að skoða tilboð í Kobe Bryant Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers, segir að allt sé enn opið í sambandi við að skipta hinum ósátta Kobe Bryant í burtu frá félaginu. Bryant sagðist í sumar vilja fara frá Lakers en ekkert varð úr því. Körfubolti 11. október 2007 13:06
Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel. Körfubolti 11. október 2007 09:36
Houston semur við Knicks Stórskyttan Allan Houston hefur gert samkomulag við forráðamenn New York Knicks um að leika með liðinu í vetur. Houston hefur ekki leikið í NBA í tvö ár og ekki heilt tímabil í fjögur ár vegna meiðsla sem knúðu hann til að leggja skóna á hilluna. Hann segist í toppformi nú og sagðist vilja klára ferilinn með sæmd frekar en að láta meiðsli neyða sig til þess. Körfubolti 11. október 2007 08:00
Durant náði sér ekki á strik Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics náði sér ekki á strik í nótt þegar lið hans tapaði fyrir Sacramento 104-98 í æfingaleik. Alls fóru fram átta æfingaleikir í nótt, þar af einn á Malaga á Spáni. Körfubolti 10. október 2007 08:37
Beinar útsendingar frá NBA hefjast í nótt NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu byrjar í nótt beinar útsendingar frá æfingatímabilinu í NBA deildinni, en deildarkeppnin sjálf hefst í lok þessa mánaðar. Í nótt verður leikur Sacramento og Seattle sýndur beint klukkan 2 eftir miðnætti. Körfubolti 9. október 2007 16:59
Lewis fór af velli með krampa í fyrsta leik Undirbúningstímabilið í NBA hófst á fullu í Bandaríkjunum í nótt þegar þrír leikir voru á dagskrá. Nokkrir leikir verða á dagskránni í kvöld og þar af verður fyrsta beina útsending NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar frá leik Sacramento og Seattle klukkan 2 í nótt. Körfubolti 9. október 2007 09:47
Stern útilokar ekki NBA í Evrópu David Stern, forseti og alráður NBA deildarinnar í körfubolta, útilokar ekki að deildin muni einn daginn teygja anga sína alla leið til Evrópu. Körfubolti 8. október 2007 15:15
Bowen framlengir við Spurs Varnarjaxlinn Bruce Bowen hefur framlengt samning sinn við NBA meistara San Antonio Spurs og verður því væntanlega hjá félaginu þangað til hann leggur skóna á hilluna. Bowen var valinn í varnarúrval NBA fjórða árið í röð í vor. Körfubolti 8. október 2007 10:37
Jón átti stórleik gegn Toronto Raptors Jón Arnór Stefánsson átti glimrandi góðan leik þegar lið hans, Lottomatica Roma, lék gegn NBA-liðinu Toronto Raptors. Körfubolti 7. október 2007 19:01