Skattahvatar „mikilvægasta tólið“ hjá ríkinu til að styðja við hugverkaiðnað Fjármálaráðherra hefur að stórum hluta dregið til baka upphafleg áform um verulega lækkun á endurgreiðsluhlutfalli og hámarki á frádráttárbærum kostnaði í tengslum við rannsóknir og þróun nýsköpunarfyrirtækja sem hefði, að mati hagsmunasamtaka í hugverkaiðnaði, valdið því að fyrirtæki myndu færa þróunarstarfsemi sína úr landi. Samtök iðnaðarins segja breytingarnar frá frumvarpsdrögum „jákvæðar“ en vilja sjá meira gert sem snýr að skattahvötum. Innherji 26. október 2024 12:53
Uppgefin á stressinu um miðnætti Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina. Lífið 25. október 2024 20:03
Nýsköpun skapar aukna hagsæld Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Skoðun 23. október 2024 17:01
Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Það var ánægjulegt að vera viðstödd afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í gær, en Carbfix hlaut verðlaun ársins í ár. Fyrirtækið hefur náð ótrúlegum árangri og er gott dæmi um það hvernig vísindastarf og grunnrannsóknir við háskóla geta leitt til nýsköpunar. Skoðun 23. október 2024 13:02
„Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær. Atvinnulíf 23. október 2024 07:02
Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Viðskipti innlent 22. október 2024 16:28
Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Íslandsstofa, Hugverkastofan, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Rannís bjóða til Nýsköpunarþings 2024 í Grósku 22. október kl. 14:00-15:30. Streymt verður frá þinginu á Vísi. Viðskipti innlent 22. október 2024 13:15
Eins og AirBnb og Uber en fyrir tónlistarkennslu Fjárfestingasjóðurinn Frumtak, ásamt hópi fjárfesta, hefur fjárfest fyrir 330 milljónir í íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Moombix. Í tilkynningu segir að Moombix sé ætlað að umbylta tónlistarkennslu á netinu með því að tengja saman nemendur og kennara um allan heim. Viðskipti innlent 17. október 2024 08:48
Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12. október 2024 22:44
Nýsköpun án framtíðar? Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Samkeppnissjóður nýsköpunar Tækniþróunarsjóður hefur verið efldur, endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaður fyrirtækja hafa stóraukist, og skattaívilnanir fyrir sérhæft erlent starfsfólk verið komið á. Skoðun 7. október 2024 07:02
„Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Ég vildi að Bjössi notaði húðvörur en vissi að það myndi ekkert þýða að vera þá með margar tegundir. Þá þyrfti ég alltaf að vera að segja honum hvað hann þyrfti að nota,“ segir Hafdís Jónsdóttir og hlær. Atvinnulíf 6. október 2024 08:00
Vísindin vakna til nýsköpunar! Alger umskipti hafa orðið á nokkrum árum á viðhorfi vísinda- og háskólasamfélagsins til nýsköpunar. Afrakstur rannsókna á nú greiðari leið til áhrifa í samfélaginu og eflir samkeppnishæfni þjóðarinnar. Skoðun 4. október 2024 13:01
„Hönnun er í raun og veru allt í kringum okkur“ Hönnunarþing, hátíð hönnunar og nýsköpunar, fer fram á Húsavík í dag og á morgun. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá en forvígismaður hátíðarinnar segir hönnun vera allt í kringum okkur á hverjum degi og að hátíðin eigi því erindi við alla. Innlent 4. október 2024 12:42
Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu. Enda hef ég aldrei lent í neinu svona,“ segir Sævar Garðarsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi um atvinnumissinn hjá Controlant á dögunum. Atvinnulíf 4. október 2024 07:02
Þessir sprotar taka þátt í Startup SuperNova í ár Búið er að kynna þau tíu sprotaverkefni sem taka þátt í viðskiptahraðalnum Startup SuperNova í ár. Sérstakur fjárfestadagur hraðalsins fór fram í Grósku á dögunum þar sem frumkvöðlar, fjárfestar, sprotar og fleiri komu saman til að hlýða á fulltrúa sprotanna tíu kynna viðskiptalausnir sínar fyrir framan pallborð skipað fjárfestum og öðrum frumkvöðlum. Viðskipti innlent 3. október 2024 08:34
Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. Golf 26. september 2024 08:03
„Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. Atvinnulíf 26. september 2024 07:01
„Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. Atvinnulíf 25. september 2024 07:02
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. Atvinnulíf 23. september 2024 07:02
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. Atvinnulíf 11. september 2024 07:01
Gísli Kr. bætist í eigendahóp Snjallgagna Gísli Kr. og fjárfestingafélag hans, Bright Ventures, hafa bæst við eigendahóp sprotafyrirtækisins Snjallgagna. Aðrir bakhjarlar Snjallgagna í dag eru Tennin, MGMT Ventures, Founders Ventures og Icelandic Venture Studio. Viðskipti innlent 3. september 2024 15:03
Treble sækir tæpa tvo milljarða Nýsköpunarfyrirtækið Treble Technologies, sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar, lauk nýverið ellefu milljón evra A fjármögnunarlotu, jafnvirði 1,7 milljörðum króna, með þátttöku erlendra og innlendra fjárfesta. Fjármagnið verður nýtt til að ráða fleira starfsfólk, efla rannsóknar- og þróunarstarf, skala upp söluteymi og sækja á nýja markaði. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærstu tæknifyrirtæki heims. Viðskipti innlent 3. september 2024 11:04
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. Atvinnulíf 3. september 2024 07:01
Handbært fé þúsundfaldaðist milli ára Handbært fé eignarhaldsfélags Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar, forstjóra Kerecis, ríflega þúsundfaldaðist milli áranna 2022 og 2023, úr tæpum ellefu milljónum króna í tæpa þrettán milljarða króna. Viðskipti innlent 2. september 2024 16:21
Geti hamlað aðkomu einkaaðila að upplýsingatækni hjá ríkinu Ekki er útilokað að heimild í drögum að frumvarpi til laga um skipan upplýsingatækni í ríkisrekstri geti hamlað aðkomu einkaaðila almennt að upplýsingatækni í rekstri ríkisins, segja Samtök iðnaðarins. Innherji 15. ágúst 2024 14:49
Ísland framar í uppbyggingu og sölu fyrirtækja en búast mætti við Hlutfallslega er sala á nýsköpunarfyrirtækjum og félaga í eigu framtakssjóða tíðari og stærri á Íslandi en í Bandaríkjunum, segir í greiningu New Iceland Advisors sem stofnað var af Heath Cardie. Hann segir að Ísland standi sig betur en búast mætti við á þessu sviði. Innherji 14. ágúst 2024 14:54
Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel í Norður Evrópu og einn af gestgjöfum Sjálfbærniskólans í Opna háskólanum, segir nýsköpun einn af lykilþáttum sjálfbærni, sem um leið þýðir að fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum, geta fyrir víst skapað sér ýmiss ný tækifæri til framtíðar. Atvinnulíf 9. ágúst 2024 07:01
„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Innlent 4. ágúst 2024 13:30
Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Skoðun 2. ágúst 2024 20:01
Fá hundrað milljónir til að þróa gervigreind Tern Systems hefur hlotið styrk að upphæð 637.000 evrur úr SESAR rannóknar- og nýsköpunarsjóðnum, sem er hluti af Horizon styrkjasjóði Evrópusambandsins. SESAR, Single European Sky ATM Research, verkefnið miðar að því að nútímavæða og samræma flugumferðarstjórnunarkerfi, ATM, um alla Evrópu og er ætlað að takast á við áskoranir sem fylgja aukinni flugumferð, með því að þróa nýstárlega tækni og ferla fyrir skilvirkari og sjálfbærari flugsamgöngur. Viðskipti innlent 22. júlí 2024 12:19