Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-30 | ÍR enn með í baráttunni

    ÍR-ingar unnu FH í kvöld öðru sinni í Olís-deild karla í handknattleik og komust með sigrinum örlítið nær sæti í úrslitakeppni í vor. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit hans ekki fyrr en í blálokin þegar FH-ingar köstuðu í rauninni frá sér boltanum á lokasekúndunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur lögsækir Val

    Patrekur Jóhannesson, fyrrum þjálfari Vals, hefur höfðað mál gegn félaginu vegna vangoldinna efnda í starfslokasamningum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍR búið að smíða seinni bekkinn

    ÍR-ingar hafa ekki setið auðum höndum í fríinu sem gert var á Olís deild karla í handbolta vegna Evrópukeppninnar í Danmörku. ÍR smíðaði seinni varamannabekkinn með rútusætunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur mætir Haukum í bikarnum

    Fyrrum landlsiðsfélagarnir Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson munu eigast við í fjórðungsúrslitum Coca-Cola bikarkeppni karla í byrjun næsta mánaðar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Norskur markvörður til Eyja

    Henrik Eidsvag, 21 árs gamall norskur markvörður, hefur samið við ÍBV og mun spila með liðinu í Olísdeild karla út þessa leiktíð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur Stefánsson í viðtali á CNN

    Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilunna í vor eftir stórkostlegan feril er Ólafur Stefánsson enn í umræðunni í fjölmiðlum út um allan heim. CNN heimsótti Ólaf í nýju starfi hans sem þjálfari meistaraflokks Vals og tók viðtal við hann auk þess að ræða við leikmenn liðsins um Ólaf.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnór Atlason er líka meiddur

    Það kvarnast úr leikmannahópi íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM. Alexander Petersson staðfesti í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér og nú berast þau tíðindi að annar lykilmaður væri í vandræðum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Þessi meiðsli ógna ferli Alexanders

    "Hann getur ekki verið með vegna meiðsla. Hann segist ekki þola álagið sem fylgi því að spila á stórmóti miðað við standið á honum í dag," segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, um Alexander Petersson en hann tilkynnti í dag að hann myndi ekki spila með landsliðinu á EM í janúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Daníel Freyr verður lengi frá

    Karlalið FH varð fyrir gríðarlegri blóðtöku í dag þegar ljóst var að markvörðurinn magnaði, Daníel Freyr Andrésson, getur ekki leikið með liðinu næstu mánuði vegna meiðsla.

    Handbolti