Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sextán ára hlé á enda

    Karlalið KR í handbolta tekur á móti Stjörnunni í 1. umferð 1. deildar karla í handbolta í Vesturbænum í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 27-22 |

    Valsmenn unnu fimm marka sigur á Haukum, 27-22, í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Ólafs Steánssonar. Valsmenn unnu síðustu níu mínútur leiksins 7-1.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mikil pressa á Ólafi í vetur

    Spá formanna, þjálfara og fyrirliða fyrir átökin í Olís-deild karla og kvenna var í gær kynnt og er lærisveinum Ólafs Stefánsson í Val spáð Íslandsmeistaratitlinum í handknattleik árið 2014. Liðið barðist ötullega um sæti sitt í efstu deild á síðasta tímabili en nú er landslagið annað og Valsmönnum spáð titlinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur með fyrsta titilinn sem þjálfari Vals

    Valsmenn unnu í kvöld fyrsta titilinn undir stjórn Ólafs Stefánssonar þegar Hlíðarendaliðið tryggði sér sigur á opna norðlenska mótinu í handbolta á Akureyri. Þetta er eytt af árlegum undirbúningsmótum fyrir tímabilið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eyjamenn unnu Ragnarsmótið - Róbert Aron bestur

    Nýliðar ÍBV hafa gefið tóninn fyrir komandi tímabil í karlahandboltanum því liðið vann ÍR í æsispennandi úrslitaleik á Ragnarsmótinu í handbolta sem lauk í kvöld. Þetta er árlegt undirbúningsmót fyrir tímabilið. ÍBV vann leikinn 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur. Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert var valinn besti leikmaður mótsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Selfoss vann í vítakeppni

    Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina

    Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar unnu Val og eru með fullt hús á Hafnarfjarðarmótinu

    FH-ingar hafa unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta karla en þeir unnu nauman og dramatískan sigur á Val í kvöld, 25-24, með marki á síðustu sekúndunni. Valsmenn og Haukar hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Hafnarfjarðarmótið er orðin árlegur viðburður á undirbúningstímabilinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Efast stórlega um að ná að spila handbolta í vetur

    Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum ekki leika meiri handbolta á þessu ári og óvíst er hvort næsta tímabil er í hættu hjá leikmanninum. Gunnar hefur síðustu ár verið á mála hjá Valsmönnum og leikið þar stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem og verið ákveðinn leiðtogi innan vallar. Hann hefur oft og tíðum verið fyrirliði liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar og Svavar orðnir IHF-dómarar

    Ísland eignaðist nýtt IHF-dómarapar í dag þegar alþjóða handknattleikssambandið, IHF, útnefndi þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson sem IHF-dómara.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir Örn spilar með Hömrunum

    Hamrarnir á Akureyri hafa samið við Heimi Örn Árnason um að spila með liðinu í 1. deild karla í vetur. Heimir hefur verið lykilmaður í liði Akureyrar undanfarin ár en hann þjálfar nú liðið eftir að hafa lagt skóna á hilluna frægu eftir síðasta tímabil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sveinn farinn í Fram

    Íslandsmeistarar Fram fengu liðsstyrk í dag en þá gekk skyttan Sveinn Þorgeirsson í raðir Fram frá Haukum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    "Ekki risastór fjárhagslegur pakki”

    "Þetta er að okkur sýnist sterkur leikmaður. Hann er fyrst og fremst frábær í vörn en líka flottur línumaður. Hann kemur til með að verða Guðna (Ingvarssyni) innan handar á línunni,"

    Handbolti