Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: HK fór létt með meistarana

    Í kvöld tók HK á móti taplausum Haukum í Digranesi í N1-deild karla í handknattleik. Þetta var síðasti leikurinn í deildinni fyrir jól en hún fer aftur af stað þann 4.febrúar á nýju ári.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Magnússon: Handbolti er einföld íþrótt

    „Ég er í skyjunum og virkilega stoltur af strákunum. Liðsheildin og samheldnin var ótrúleg hér í kvöld og að taka íslandsmeistaran hér á heimavelli svona létt er erfitt að lýsa," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir frábæran, 26-19, sigur á íslandsmeisturum Hauka í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Menn mættu ekki undirbúnir til leiks

    „Við erum búnir að spila frábærlega í vetur, bæði í deildinni, bikar og evrópukeppni. Liðið búið að sýna mikinn stöðuleika og einbeitingu en það var ekki til staðar í dag," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir tap gegn HK í kvöld og fyrsta tap liðsins í vetur staðreynd.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK-menn fyrstir til að vinna Hauka í vetur - rassskelltu meistarana

    HK vann glæsilegan sjö marka sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 26-19, í N1-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var fyrsta tap Haukanna á þessu tímabili. HK sá til þess að Haukar eru bara með þriggja marka forskot þegar deildin fer í jóla- og EM-frí en næstu leikir eru ekki fyrr en í febrúar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Verða fjögur lið jöfn í öðru til fimmta sæti?

    Sú skemmtilega staða gæti komið upp eftir leik HK og Hauka í N1-deild karla í kvöld að fjögur lið verði jöfn með ellefu stig í 2. til 5. sæti deildarinnar þegar deildin fer í jóla- og EM-frí. Til að svo verði þurfa HK-ingar þó að vinna topplið Hauka á heimavelli sínum í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Svört jól í Safamýri

    Framarar fara í jólaköttinn þetta árið en liðið mun sitja í botnsæti N1-deildar karla fram í febrúar. Þetta var ljóst þegar Fram tapaði stórt fyrir Stjörnunni, 26-34, í uppgjöri botnliða deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Eigum heima í toppsætunum

    „Ég er mjög sáttur því þetta var leikur um annað sætið, gríðarlega mikilvægt. Við erum búnir að vera spila upp og niður en við þurftum bara að koma hingað í dag og sanna fyrir okkar fólki að við eigum heima í toppsætunum," sagði FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson eftir sigur gegn Val í N1-deild karla í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur Morthens: Grátlegt að tapa þessu

    Afmælisbarnið, Hlynur Morthens, markvörður Vals, var ekki sáttur eftir tap gegn FH, 20-23 sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Þetta var fyrsti tapleikur þeirra á heimavelli í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Elías Már: Auðveldara en ég átti von á

    Elías Már Halldórsson átti fínan leik fyrir Hauka sem vann öruggan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Elías skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og sex í fyrri hálfleik úr sex skotum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þriðji sigur HK í röð

    HK-menn hækkuðu sig um tvö sæti og komust upp í 4. sætið með öruggum heimasigri á Gróttu, 32-22, í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur HK í röð í deild og bikar en eins annar sigur liðsins á Gróttu í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar Birkir fékk tveggja leikja bann

    Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ. Bannið fær hann fyrir brot og grófa óíþróttamannslega framkomu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valssigur í óspennandi bikarslag

    Skemmtanagildið var ekki hátt á Hlíðarenda í kvöld þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mættust. Þessi lið hafa lengi eldað grátt silfur saman en leikurinn í kvöld var óspennandi og hreinlega leiðinlegur áhorfs.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Frammari beitti hinu hættulega júgóslavneska bragði

    Ungur Frammari fékk rautt spjald í leik liðsins á móti Gróttu í gær eftir að hafa beitt hinu stórhættulega júgóslavneska bragði þegar Gróttumaðurinn Jón Karl Björnsson fór inn úr horninu. Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari Gróttunnar náði þessu atviki á mynd og má finna myndasyrpu www. grottusport.is

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Það er enginn farþegi hjá okkur

    Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að liðsheildin hafi verið lykilatriði í því sem skilaði sigri gegn Val í kvöld. Akureyri vann 29-25 og er komið upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar.

    Handbolti