Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segja á­form ráð­herra grafa undan þjónustu

Blindrafélagið hafnar áformum menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um að sameina eigi Hljóðbókasafnið við Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn og Kvikmyndasafn Íslands. Í yfirlýsingu segir að áformin grafi undan sérhæfðri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“

Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða.

Innlent
Fréttamynd

Skorast ekki undan á­byrgð vilji flokks­menn nýjan odd­vita

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“

Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, er hættur í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur þrátt fyrir að hafa varið mánuðum í að reyna að fá sæti í ráðinu. Hann var í upphafi talinn vanhæfur vegna formennsku sinnar í stjórn íþróttafélags en fékk á endanum sæti í nefndinni. Hann segir að það hafi einfaldlega verið „prinsippmál“ að fá sæti í nefndinni en nú hefur hann aftur skipt um nefnd við kollega sinn.

Innlent
Fréttamynd

SUS gefur fundar­mönnum bol í anda Charlies Kirk

Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Pólitískt of­beldi, fas­ismi og tví­skinnungur valdsins

Í Bandaríkjunum hefur árum saman verið hamrað á áróðri gegn svokölluðum „vinstri öfgamönnum“. Fjölmiðlar vestanhafs tala um Antifa sem helstu ógnina við lýðræðið, en tölfræðin segir annað: aðeins 4% pólitískra morða síðustu áratuga eru framin af öfgafólki vinstra megin, á meðan 76% eru af hendi hægri öfgamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Flóamenn taka fá­lega í þreifingar Árborgara

Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Grafið undan grunn­stoð ríka sam­fé­lagsins

Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur vill leiða á­fram en Guð­laugur loðinn í svörum

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bólaði á ræðu­manni

Skondin uppákoma varð á Alþingi í vikunni þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir ræðumanni sem var á leið í pontu. Hildur birti myndband af uppákomunni á samfélagsmiðlum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti sjálfs­vígs­hugsunum í pontu Al­þingis

Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sósíal­istar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðar­morð“

Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvum ekki Ljósið

Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október.

Skoðun
Fréttamynd

Er það ekki sjálf­sögð krafa að fá bíla­stæði?

Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Merki um að gjá í sam­fé­laginu sé að stækka

Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati.

Innlent
Fréttamynd

Innviðaskuld við ís­lenskuna

Fyrir nokkru fórum við að átta okkur á því að við hefðum vanrækt að byggja upp ýmsa mikilvæga innviði samfélagsins eða halda þeim við, og þá varð til orðið innviðaskuld.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir sem skráðu sig í Skorra­dals­hrepp fá að kjósa

Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­myndin víti til varnaðar

Keir Starmer og Verkamannaflokkurinn tóku við stjórnartaumunum í Bretlandi fyrir rúmum fjórtán mánuðum síðan, eða um hálfu ári áður en ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur undir forystu Samfylkingarinnar var mynduð hér á landi.

Innherji