
Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára
Forseti ungra Sósíalista hefur sagt sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Hann segist útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári hefur boðað til skyndifundar í kvöld vegna ásakananna.