Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hommar mega enn ekki gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Taka þurfi á­kvörðun um sam­einingu vinstrisins fyrr en síðar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endur­gjalds

Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið.

Innlent
Fréttamynd

Mesta fylgi síðan 2009

Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Lág­kúra og della að mati ráð­herra

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór lést við strand­veiðar

Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði.

Innlent
Fréttamynd

Malað dag eftir dag eftir dag

Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er komið út fyrir öll mörk“

Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

„Takk Hreyfill frá Vorsa­bæ“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli.

Lífið
Fréttamynd

Ragna yfir­gefur Alþingi mánuði fyrr en á­ætlað var

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets.

Innlent
Fréttamynd

Mikill minni­hluti telur stjórnar­and­stöðuna standa sig vel

Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan hindrar kjara­bætur

Það hefur alltaf verið stefna Flokks fólksins að bæta réttindi og afkomu öryrkja. Við höfum talað skýrt um þetta fyrir hverjar kosningar og á Alþingi undanfarin ár. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ríkisstjórn sem Flokkur fólksins á aðild að taki stór skref í þágu öryrkja.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyrir skal fylgja launum

Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar fjöl­bura fá lengra fæðingar­or­lof

Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skipt um lás hjá Sósíal­ista­flokknum

Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi

Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar sem er forsenda þess að taka upp nýtt örorkulífeyriskerfi í haust sem hvetur til atvinnuþátttöku öryrkja og bætir kjör þeirra. Nýtt kerfi mun leiða af sér að auknar tekjur öryrkja en leiðir ekki af sér minni greiðslur úr lífeyrissjóðum til eldri borgara.

Skoðun
Fréttamynd

Snurða hljóp á þráðinn í nótt

Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent