Hamar skoraði ellefu síðustu stigin og vann meistaraefnin í KR Hamarsliðið átti ótrúlegan endasprett í 87-82 sigri á meistaraefnunum í KR í Hveragerði í kvöld. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 76-82 fyrir KR en Hamar skoraði 11 síðustu stigin og tryggði sér sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni í vetur. Körfubolti 10. október 2010 21:07
Stjörnumenn kláruðu Fjölni í seinni hálfleiknum Stjarnan hitti á ansi góðan dag þegar liðið lagði Fjölni 86-69 í kvöld. Eftir jafnræði í fyrri hálfleik héldu Garðbæingum engin bönd og með sterkri liðsheild náðu þeir öruggum sigri. Körfubolti 10. október 2010 20:58
Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld. Körfubolti 10. október 2010 20:55
Ingi Þór: Góður varnarleikur skilaði okkur sigrinum „Ég er bara mjög stoltur af strákunum að hafa náð að vinna hérna í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 8. október 2010 22:53
Tómas: Vorum góðir í þrjá fjórðunga „Við vorum mjög góðir í þrjá fjórðunga, en síðasti leikhlutinn kostaði okkur of mikið,“ sagði Tómas Holton, þjálfari Fjölnis, eftir tapið í kvöld gegn Snæfelli. Körfubolti 8. október 2010 22:39
Jón Ólafur: Tökum stigin tvö með glöðu geði Við tökum glaðir stigin tvö eftir þennan leik,“ sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir að lið hans hafði unnið Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Körfubolti 8. október 2010 22:34
Umfjöllun: Reynsla meistarana gerði gæfumuninn Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Körfubolti 8. október 2010 22:31
Meistararnir hófu titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar Snæfells unnu í kvöld sigur á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deildar karla sem lauk með þremur leikjum í kvöld. Körfubolti 8. október 2010 21:18
Hlynur með stórleik í Svíþjóð Hlynur Bæringsson átti frábæran leik í frumraun sinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. október 2010 21:10
Fannar: Það fer mikil orka í að elta allan leikinn „Við mættum bara ekki alveg tilbúnir og spiluðum bara mjög illa nánast allan leikinn,“ sagði Fannar Freyr Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir að lið hans hafði tapað fyrir KR í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla. Körfubolti 7. október 2010 23:16
Pavel: Vöknum í framlengingunni og klárum dæmið „Við gerðum okkur þetta allt of erfitt fyrir,“sagði Pavel Ermolinskij ,leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. Körfubolti 7. október 2010 23:15
Umfjöllun: KR-ingar byrja tímabilið af krafti KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Körfubolti 7. október 2010 23:10
KR slátraði Stjörnunni í framlengingunni Keppni í Iceland Express-deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. KR, Keflavík og KFÍ fengu sín fyrstu stig í kvöld. Körfubolti 7. október 2010 21:19
Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni. Körfubolti 4. október 2010 16:30
Keflavík og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni Kvennalið Keflavíkur og karlalið KR munu fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfunni næsta vor ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í árlegri spá sem var kunngerð nú áðan á kynningarfundi Iceland Express-deilda karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Haukar og Tindastól munu falla hjá körlunum en Fjölnir fellur hjá konunum. Körfubolti 4. október 2010 13:43
Snæfell er meistari meistaranna Snæfell frá Stykkishólmi heldur áfram að safna titlum en liðið varð í kvöld meistari meistaranna er það lagði Grindavík í Hólminum, 101-93. Körfubolti 3. október 2010 20:54
Ingi Þór: Þarf að pússa nýju púslin betur „Það er aldrei leiðinlegt að vinna titla. Ég hef aldrei áður unnið þennan sem aðalþjálfari," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið vann KR í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. Körfubolti 26. september 2010 18:22
Hrafn: Allt eintómir snillingar áður en þeir koma til landsins „Við vorum í þeirri aðstöðu allan leikinn að geta klárað hann," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að karlalið félagsins tapaði naumlega fyrir Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag. Körfubolti 26. september 2010 18:12
Snæfellingar með 21 árs gamlan Letta á reynslu Íslandsmeistarar Snæfells í körfubolta karla eru með 21 árs gamlan Letta á reynslu hjá sér og spilaði hann með liðinu á móti Fjölni í átta liða úrslitum Lengjubikars karla á sunnudagskvöldið. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Körfubolti 20. september 2010 21:15
KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík. Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn. Körfubolti 20. september 2010 15:45
Bíblíulesturinn kveikti heldur betur í Ara Ari Gylfason átti frábæra frumraun með KFÍ í Lengjubikarnum í gær en hann skoraði þá 25 stig á 29 mínútum í sínum fyrsta opinbera leik með Ísafjarðarliðinu og hjálpaði KFÍ-liðinu að vinna óvæntan tólf stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 108-96. Körfubolti 17. september 2010 15:45
Lengjubikarinn: KFÍ vann Stjörnuna í Garðabæ Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í fjórðungsúrslitum Lengjubikarkeppni karla í körfubolta en þrír leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 16. september 2010 22:26
Grindavík áfram í Lengjubikarnum Fyrsti leikurinn í Lengjubikar karla í körfubolta fór fram í kvöld. Grindavík vann þriggja stiga sigur á Haukum, 89-86. Körfubolti 15. september 2010 22:11
Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Karla- og kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildunum hafa komist að samkomulagi við tvo erlenda leikmenn sem munu leika með þeim á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins en bæði liðin er nú stödd í æfingaferð í Danmörku. Körfubolti 10. september 2010 12:30
Grindvíkingar skipta Gumma Braga inn á fyrir Pétur Guðmunds Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla samkvæmt frétt á Víkurfréttum. Fréttir af aðstoðarmönnum hafa verið áberandi síðustu daga því Keflvíkingar höfðu áður ráðið Grindvíkinginn Pétur Guðmundsson sem aðstoðarmann Keflavíkurliðsins í vetur. Körfubolti 9. september 2010 11:30
Pétur Guðmundsson aðstoðar Guðjón hjá Keflavík í vetur Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur tilkynnti það á heimasíðu sinni í dag að Grindvíkingurinn Pétur Guðmundsson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í vetur. Körfubolti 8. september 2010 13:30
Snæfell fær nýja leikmenn Karlaliði Snæfells hefur borist liðsstyrkur en það er Ryan Anthony Amoroso sem er fæddur árið 1985 í Minneapolis í Bandaríkjunum. Körfubolti 7. september 2010 23:45
ÍR-ingar mæta sterkir til leiks - unnu Reykjanes Cup ÍR-ingar unnu Reykjanes Cup Invitational í gær þegar þeir unnu sjö stiga sigur á Fjölnismönnum í úrslitaleiknum. Þetta kemur fram á karfan.is. Körfubolti 6. september 2010 09:00
Stjörnumenn að missa sterkan liðsmann - Magnús hættur Magnús Helgason hefur ákveðið að leggja körfuboltaskóna sína á hilluna og verður því ekki með Stjörnunni í Iceland Express deild karla í vetur. Þetta kom fram á karfan.is. Körfubolti 19. ágúst 2010 17:00
Darrell Flake aftur til Skallagríms Darrell Flake hefur ákveðið að spila með Skallagrími í 1. deildinni í körfubolta í vetur. Flake lék með liðinu árin 2006 til 2008. Körfubolti 16. ágúst 2010 12:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti