Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Beyonce glæsileg í gulu

Beyonce Knowles geislar sem aldrei fyrr eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Söngkonan sást fyrir utan hótel í París í vikunni þar sem hún er í fríi ásamt fjölskyldu sinni. Hún var sumarleg og smart til fara klædd gulum stuttbuxum, bol og blazer. Einnig má sjá söngkonuna með dóttur sína í fanginu að reyna að forðast ágenga ljósmyndara.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Myntugræn Longoria

Það skiptir ekki máli hvort Desperate Housewives leikkonan Eva Longoria sé klædd í hversdagslegan fatnað eða mynstraðan kjól eins og hún gerði í Monter Carlo í gærdag þá lítur hún ávallt vel út...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Margiela fyrir H&M

Sænski verslunarrisinn Hennes & Mauritz hefur flett hulunni af næsta hönnuðasamstarfi sínu en það er tískuhúsið Maison Marton Margiela sem hannar næstu gestalínu fyrir tískurisann. Línan á að koma í verslanir í byrjun nóvember og inniheldur tískufatnað og fylgihluti fyrir bæði herra og dömur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Töskusafn súperfyrirsætu

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr þykir ekki bara eins sú fremsta á sínu sviði heldur þykir hún afar smart líka. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá brot af þeim töskum sem fyrirsætan hefur sést með, bæði í daglega lífinu sem og á rauða dreglinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Amanda Seyfried í umdeildu dressi

Leikkonan stórglæsilega, Amanda Seyfried, mætti á rauða dregilinn á Tony Awards Í New York á dögunum í líklega umtalaðasta dressi kvöldsins. Leikkonan var í fallega fjólubláum Givenchy kjól með mjóum hlýrum en það sem vakti minni lukku var rauða beltið, varaliturinn og veskið sem hún bar við. Dæmi hver fyrir sig!

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Olsen-systur kvenhönnuðir ársins

Hin árlegu CDFA-verðlaun, Counsel of Fashion Designers of America, fóru fram í New York á mánudagskvöldið. Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen voru valdar kvenhönnuðir ársins fyrir fatamerkið sitt The Row og skutu mörgum þungavigtarmönnum í hönnunarbransanum ref fyrir rass. Tískuelítan var mætt á rauða dregilinn þar sem menn kepptust við að skarta sínu fínasta pússi. William Reid var valinn karlhönnuður ársins og leikarinn Johnny Depp var tískufyrirmynd ársins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ný bók á leiðinni

Skáldsagan The Devil Wears Prada sló í gegn árið 2003 og nú geta aðdáendur bókarinnar glaðst því von er á framhaldi hennar innan skamms.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nostalgísk opnun

Verslunin Nostalgía hefur flutt sig um set og var opnuð við Laugaveg 39 á fimmtudaginn var. Starfsfólk verslunarinnar fagnaði áfanganum með gestum og gangandi, bauð upp á léttar veitingar og naut sólargeislanna sem vermdu vanga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kennir að segja sögu með mynd

„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxur í dag - galakjóll í gær

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, 31 árs, klæddist svörtum síðkjól frá Alexander McQueen á verðlaunahátíð Glamour Women. Leikkonan, sem var stórglæsileg með hárið tekið aftur, fór heim með viðurkenningu. Þá má sjá Jessicu klædda í gallabuxur með hatt á höfði á flugvellinum í Lundúnum daginn eftir hátíðina.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Flottasti kjóllinn á Cannes

Það voru margir fagrir kjólar sem voru frumsýndir á kvikmyndahátíðinni í Cannes þetta árið. Þessi Dior-kjóll sem leikkonan Diane Kruger klæddist á lokakvöldi hátíðarinnar sló aftur á móti alla hina út. Kjóllinn er dragsíður með stífu undirpilsi og því spurning hvernig Kruger hafi gengið að setjast niður í kjólnum þegar líða tók á kvöldið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nýtt andlit Material Girl

Georgia May Jagger, dóttir tónlistarmannsins Micks Jagger og fyrirsætunnar Jerry Hall, er nýtt andlit fatalínunnar Material Girl sem hönnuð er af Madonnu og dóttur hennar, Lourdes Leon.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Halló Neon!

Sumarið er tíminn og með sumrinu koma litirnir. Nú í ár eru litirnir heldur skærari en áður hefur verið. Neon hefur ekki verið áberandi í húsmunum en nú er öldin önnur og Neon kemur sterkt inn á heimilin...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Græða á götutísku

Scott Schuman og Garance Doré halda úti tískublogginu The Sartorialist, sem hefur lengi verið eitt vinsælasta götutískubloggið á veraldarvefnum. Parið var jafnframt það fyrsta sem hafði góðar tekjur af slíku bloggi og er nú komið í hóp þeirra áhrifamestu innan tískuheimsins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Júniform lokar

Birta Björnsdóttir, fatahönnuður sem rekið hefur verslunina Júniform í tíu farsæl ár heldur nú á vit ævintýranna þar sem hún flytur til Barcelona með fjölskylduna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ljótufatakeppni á Billboard

Billboard verðlaunahátíðin fór fram í Las Vegas um helgina og stjörnurnar flykktust til eyðimerkurborgarinnar af því tilefni. Adele vann flest verðlaun kvöldsins en hún var fjarri góðu gamni. Kempurnar í hljómsveitinni U2 voru valdir bestir á tónleikum og Coldplay rokksveit ársins. Rauða dreglinum var að sjálfsögðu rúllað út og óhætt að segja að klæðaburður gestanna hafi verið með fjölbreyttara móti. Það mætti halda að sumir væru mættir á ljótufatakeppni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Kára

Fatahönnuðurinn Stella McCartney hannar brúðarkjól Sólveigar Káradóttur en hún gengur að eiga tónlistarmanninn Dhani Harrison í næstu viku. Harrison er sonur Bítilsins sáluga George Harrison en parið hefur verið saman í nokkur ár og býr saman í Los Angeles.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Óvenjuleg dress

Hvort sem það er Jean Paul Gaultier, Commes des Garçon, Jeremy Scott, Issey Miyake eða Thierry Mugler þá fer ekki á milli mála að þessi tískuhús eða hönnuðir fara ótroðnar slóðir þegar kemur að fatnaði. Athyglisverða hönnun þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín má skoða í meðfylgjandi myndasafni.

Tíska og hönnun