Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Svala og Einar gera tónlistarmyndband

Svala Björgvins sem búsett er í Los Angeles var ráðin ásamt kærasta sínum, Einari, til Universal Music og AMVI Australia til að gera tónlistarmyndbandið fyrir áströlsku poppstjörnuna Havana Brown við lagið "Big Banana" sem er hennar nýjasta smáskífa. Svala segir þau ekki hafa sofið mikið þessa tvo daga sem myndbandið var tekið upp. "Einar leikstýrði myndbandinu á sinn snilldarhátt eins og hann er vanur að gera og klippti myndbandið líka. Ég og Einar skrifuðum handritið saman og sáum um art direction sameiginlega. Ég sá um allt styling fyrir Havana Brown og klæddi alla leikarana sem voru 10 talsins í myndbandinu," segir Svala. "Svo sá ég um allai förðun og hár og notaði mitt bjútí team sem er 8 manns sem sáu um alla förðun og hár á Havana Brown og leikurum. Einar var með 8 manna tökulið sem sá um að skjóta myndbandið og lýsa það og svo framvegis. Eddi, yngrii bróðir Einars og okkar hljómsveitarmeðlimur í Steed Lord lék flott hlutverk í myndbandinu sem ríkur sonur fólksins sem er að halda partíið í myndbandinu. "Þetta var meiriháttar gaman og mikið stress og læti en allir unnu svo vel saman. Þetta var algjörlega frábært í alla staði," segir Svala. Hér má sjá útkomuna:

Tónlist
Fréttamynd

Sjáðu framlag Bonnie Tyler í Eurovision

Bonnie Tyler hefur verið valin til þess að flytja framlag Breta í Eurovision í vor. Söngkonan hefur verið ein sú vinsælasta í heimi allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Vonir standa til að henni muni ganga betur en Engelbert Humperdinck í fyrra, en hann var í næstsíðasta sæti. Eitt þekktasta lag Bonnie Tyler er líklegast Total Eclipse of a Heart

Tónlist
Fréttamynd

Gummi og Kippi spila

Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Tónlist
Fréttamynd

Lagið fjallar ekki um lýsi

María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum.

Tónlist
Fréttamynd

Lögsóttur vegna Beyoncé-leka

Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME.

Tónlist
Fréttamynd

Spennandi heimsókn

Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til.

Tónlist
Fréttamynd

Úlfur sendir frá sér plötu

Tónlistarmaðurinn Úlfur sendir frá sér plötuna White Mountain þann 5.mars á vegum bandaríska fyrirtækisins Western Vinyl. Platan hefur fengið góða dóma hjá netverjum. Síðurnar Pitchfork og Spin kynntu lögin So Very Strange og Heaven in a Wildflower á forsíðum sínum í janúar síðastliðnum. Myndbandið við Black Shore hefur einnig vakið athygli og hafa rúmlega sjötíu þúsund manns séð það á myndbandasíðunni Vimeo.com. Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður Swords of Chaos og sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós.

Tónlist
Fréttamynd

Krúttleg og "krípí“

Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska.

Tónlist
Fréttamynd

Íslenska glysrokksveitin Hetjurnar

Glysrokkhljómsveitin Hetjurnar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að undirbúa nýtt lag og myndband. Einhverjir kunna að spyrja sig hver þessi hljómsveit er en hún er skipuð mörgum af þekktustu grínistum landsins til að vekja athygli á Mottumars sem hefst formlega á morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Innlifun með Thurston, Kim og Yoko

Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera-kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009.

Tónlist