Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni

Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 

Menning
Fréttamynd

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify

Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október.

Lífið
Fréttamynd

Segir að brotið hafi verið á sér fyrir fyrstu tónleika Kryddpíanna

Melanie Chisholm, betur þekkt sem Melanie C eða Sporty Spice, segir að á sér hafi verið brotið kynferðislega kvöldið fyrir fyrstu tónleika stúlknasveitarinnar Spice Girls árið 1998. Melanie skrifar um þetta í ævisögu sinni Who I Am og ræddi atvikið í hlaðvarpsþættinum How To Fail.

Erlent
Fréttamynd

„Ovule er mín skilgreining á ást"

Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð.

Albumm
Fréttamynd

Alda Music var selt til Universal fyrir nærri tvo milljarða

Íslenska útgáfufélagið Alda Music, sem var stofnað árið 2016 og á réttinn á miklum meirihluta allrar tónlistar sem hefur verið gefin út á Íslandi, var selt í byrjun þessa árs fyrir um 12 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljarða króna, til Universal Music Group, stærsta tónlistaútgefanda í heimi.

Innherji
Fréttamynd

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Erlent
Fréttamynd

Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er bestur“

Leikstjórinn og rapparinn Jóhann Kristófer er lífskúnstner mikill sem sækir innblástur í margbreytileika tilverunnar. Í daglegu lífi reynir hann að anda djúpt og leyfa sér að vera, segir gott ráð að sleppa og finnst hamborgari og franskar vera hin fullkomna máltíð. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið
Fréttamynd

Nýfæddur sonur GDRN sáttur með nýju plötuna

Söngkonan Guðrún Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og tónlistarmaðurinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru að gefa út plötuna Tíu íslensk sönglög. Sonur Guðrúnar, Steinþór Jó­hann Árnason, fékk að njóta góðs af æfingum þeirra á dögunum og tók lúrinn sinn við fagra tóna. 

Lífið
Fréttamynd

Dimma fagnar 10 ára afmæli plötunnar Myrkvaverk

Nú í haust eru 10 ár liðin frá því að DIMMA gaf út plötuna Myrkraverk en hún markaði tímamót á ferli sveitarinnar þar sem allir textar voru á íslensku. Myrkraverk fékk mjög góðar viðtökur og má með sanni segja að þar hafi flug DIMMU hafist fyrir alvöru.

Albumm
Fréttamynd

Bieber af­lýsir fjölda tón­leika vegna heilsu­brests

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með.

Lífið
Fréttamynd

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist
Fréttamynd

Tapaði enn einu dómsmálinu

Dómstóll í Kaliforníu hefur vísað frá enn einu dómsmálinu, í tengslum við eitt frægasta plötuumslag tónlistarsögunnar, plötu Nevermind með hljómsveitinni Nirvana. Fyrirsæta plötuumslagsins, Spencer Elden, hefur margoft krafist bóta þar sem hann telur myndatökuna falla undir „kynferðislega misnotkun barna“. 

Lífið