Aðstoðuðu yfir 70 ökumenn áður en aðgerðum lauk Aðgerðum björgunarsveita á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu er lokið í kvöld. Björgunarsveitir eru á leið í hús eftir að hafa aðstoðað ökumenn fleiri en 70 bifreiða sem festust. Innlent 8. janúar 2023 22:06
Loka fyrir umferð um Mosfellsheiði vegna fastra bíla Lokað hefur verið fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Ástæðan eru bílar sem ökumenn hafa fest á Mosfellsheiði í dag. Innlent 8. janúar 2023 20:06
Varðskipið Þór viðbragðsaðilum til halds og trausts vegna veðurs Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að loka veginum sem liggur um Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð klukkan 20:00 í kvöld vegna veðurs. Þá er varðskipið Þór komið vestur og verður viðbragðsaðilum til halds og trausts. Innlent 8. janúar 2023 15:56
Vara við sérlega skæðri hálku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar alla vegfarendur við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu. Hálkan er sögð sérstaklega skæð nú þegar þegar hitinn er í kring um frostmark. Innlent 8. janúar 2023 14:41
Gular viðvaranir og óvissustig víða Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Veður 8. janúar 2023 09:24
Erfið færð og jafnvel ófært reynist spár réttar Ekkert ferðaveður verður á morgun þegar gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 7. janúar 2023 20:05
„Vúmp“ í snjónum og aukin snjóflóðahætta Búist er við því að snjóflóð geti fallið á þekktum stöðum næstu tvo daga en talsverð snjókoma er í kortunum ásamt hvassri norðlægri átt á Norðurlandi og Vestfjörðum. Veður 7. janúar 2023 18:04
„Varasamt ferðaveður“ í dag Í dag er spáð allhvassri eða hvassri norðaustanátt og éljagangi á norðvestanverðu landinu. Varasamt ferðaveður og líkur á að færð spillist þar. Þá á að hvessa enn frekar á morgun, sunnudag, og eru gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi. Veður 7. janúar 2023 08:22
Kröftunum betur borgið með því að bæta vegina en byggja lest Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, telur að kröftunum sé betur varið í það að bæta íslenskt vegakerfi í stað þess að að byggja upp lestarkerfi. Hann segir lestir vera frábæran samgöngumáta en mjög dýran að koma upp og reka. Innlent 6. janúar 2023 10:43
Hvassast á Vestfjörðum og frost að tólf stigum á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt á landinu í dag. Víðast hvar verður vindur á bilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og þá hvassast á Vestfjörðum. Veður 6. janúar 2023 07:11
Rútubílstjórinn sem festist tvisvar á jóladag með réttarstöðu sakbornings Rútubílstjórinn sem festi bifreið sína tvívegis á jóladag eftir að hafa hunsað lokanir var yfirheyrður af lögreglu og er með réttarstöðu sakbornings. Sök hans er að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Innlent 6. janúar 2023 07:03
Hægur vindur víðast hvar og frost að tólf stigum Útlit er fyrir fremur hægum vindi af landi víðast hvar. Á Vestfjörðum og með suðausturströndinni verður hins vegar austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Veður 5. janúar 2023 07:06
Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu. Innlent 4. janúar 2023 21:31
Ýmsar leiðir til að takmarka tjón áður en hlýna fer um helgina Fjölmargar tjónatilkynningar hafa borist tryggingafélaginu VÍS vegna snjóþyngsla og óttast forvarnarfulltrúi félagsins holskeflu tilkynninga þegar hlýna fer um helgina. Hún fór yfir það hvernig takmarka má tjón. Innlent 4. janúar 2023 20:31
Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Innlent 4. janúar 2023 13:38
Óttast holskeflu tjónatilkynninga þegar hlýna fer um helgina Töluverður fjöldi tjónatilkynninga hefur borist tryggingafélaginu VÍS síðan um jólin vegna kuldatíðar. Sérfræðingur í forvörnum óttast holskeflu tilkynninga um helgina þegar hlýna fer í veðri og hvetur fólk til að gera ráðstafanir. Innlent 4. janúar 2023 12:30
Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. Viðskipti innlent 4. janúar 2023 10:09
Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Innlent 4. janúar 2023 09:30
Útlit fyrir tíðindalítið veður á landinu Útlit er fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag. Víða má reikna með fremur hægum vindi og björtu veðri með köflum, en líkur eru á stöku éljum við vesturströndina. Veður 4. janúar 2023 07:31
Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Erlent 3. janúar 2023 12:08
Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 11:27
Suðvestan og dálítil él fyrri partinn en hvassara á Austurlandi Veðurstofan spáir suðvestan og vestan golu eða kalda fyrri part dags og dálitlum éljum, en hvassara á Austurlandi með rigningu eða snjókomu. Veður 3. janúar 2023 07:13
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ Innlent 3. janúar 2023 06:58
Kaldasti desember í meira en hundrað ár Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði. Innlent 2. janúar 2023 18:31
Lægðardrag velur talsverðri slyddu eða rigningu Útlit er fyrir sunnanátt í dag þar sem víða verður á vindur átta til fimmtán metrar á sekúndu og él. Þó má reikna með að það verði þurrt norðaustanlands. Veður 2. janúar 2023 06:45
„Þetta er ekki huglægt mat“ Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Innlent 1. janúar 2023 20:32
Ferðaþjónustan ósátt: Bagalegt að aflýsa ferðum vegna óveðurs sem kemur ekki Ferðaþjónustuaðilar eru hugsi yfir hversu auðvelt er að grípa til lokana og appelsínugulra viðvarana. Öllum ferðum frá 31. desember var aflýst vegna vonskuveðurs sem aldrei kom. Svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. Innlent 1. janúar 2023 12:21
Óvissustigi Almannavarna aflétt Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu aflýst óvissustigi Almannavarna á svæðinu. Sömuleiðis hefur samhæfingarstöð Almannavarna sem opnuð var í nótt, verið lokað. Innlent 31. desember 2022 15:28
Skjótt skipast veður í lofti Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir. Veður 31. desember 2022 14:34
Brennur staðfestar með fyrirvara Brennufundur var haldinn rétt í þessu í Skógarhlíðinni þar sem ákveðið var að áramótabrennur megi fara fram í dag samkvæmt fyrri áætlun. Þó er fyrirvari til staðar vegna veðurs. Innlent 31. desember 2022 11:32