„Slapp vel til“ Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs. Veður 31. desember 2022 11:13
Loka hringvegi milli Markarfljóts og Víkur Vegagerðin hefur lokað hringvegi á milli Markarfljóts og Víkur. Innlent 31. desember 2022 09:07
Appelsínugul viðvörun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Gefnar hafa verið út viðvaranir á Suður- og Vesturlandi vegna veðurs. Appelsínugul viðvörun var í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 í dag, á Suðurlandi. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og Vesturlandi. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra vegalokana á Suður- og Suðvesturlandi. Veður 31. desember 2022 07:20
Spámönnum ber ekki saman um nýársnótt Enn er spáð vonskuveðri í nótt og fram á morgun en sumar veðurspár spá nú skárra veðri um nýársnótt en áður. Veður 30. desember 2022 23:36
Ísþoka við Elliðaár í 25,3 stiga gaddi Frostið í Víðidal í Reykjavík í dag mældist mest 25,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofu Íslands. Þetta er mesta frost í borginni í kuldkastinu til þessa en fáheyrt er að svo mikill kuldi mælist innan borgarmarkanna. Innlent 30. desember 2022 22:33
„Maður hefur nú sennilega ekki séð það svartara“ Óvenjumiklum snjó hefur kyngt niður á Eyrarbakka síðustu daga, íbúum til mismikillar ánægju. Innlent 30. desember 2022 22:28
Hugsanlegt að þjónusta Strætó verði skert á morgun Vegna veðurs og færðar á morgun gæti verið að þjónusta Strætó skerðist á morgun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Innlent 30. desember 2022 19:28
Óvissustigi Almannavarna lýst yfir: Útilokar hvorki brennur né flugelda Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Suðurlandi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, vegna óveðurs sem hefst í nótt. Yfirlögregluþjónn segir þó ekki útséð um að unnt verði að halda áramótabrennur annað kvöld. Innlent 30. desember 2022 17:52
Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt. Innlent 30. desember 2022 17:29
Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Innlent 30. desember 2022 14:18
Áramótin gætu „horfið í dimmt él“ Áramótin á höfuðborgarsvæðinu gætu horfið í dimmt él, að sögn veðurfræðings, en gular hríðarviðvaranir taka gildi á suður- og vesturhluta landsins á morgun - og Vegagerðin varar við vegalokunum. Þá ríkir enn óvissa um hvort gamlársbrennur, þær fyrstu frá upphafi faraldurs, verði tendraðar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 30. desember 2022 12:09
Fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni á gamlársdag Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á síðasta degi ársins og mælist til þess að fólk nýti morgundaginn í útréttingar fyrir veisluhöld á gamlárskvöld og til að ferðast á milli landshluta. Innlent 29. desember 2022 21:06
„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Innlent 29. desember 2022 17:12
Ljóst að einhverjir kvíða því að starfsemi færist í fyrra horf Sólarhringsopnun er í neyðarskýlum heimilislausra nú þegar viðbragðsáætlun vegna veðurs er í gildi. Upplýsingafulltrúa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir gesti ánægða með að hafa aðgengi að skýlunum allan sólarhringinn og ljóst að einhverjir kvíði því að starfsemin færist í sitt fyrra horf. Innlent 29. desember 2022 16:42
Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Innlent 29. desember 2022 14:24
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. Innlent 29. desember 2022 13:15
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. Innlent 29. desember 2022 11:47
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. Innlent 29. desember 2022 09:44
Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Innlent 28. desember 2022 09:54
Snjókoma austantil og hríðarveður Veðurstofan á von á norðaustlægri átt á landinu í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu í fyrstu, en tíu til fimmtán norðvetantil. Eftir hádegi bætir svo í vind, norðaustan átta til fimmtán metrar á sekúndu síðdegis, en fimmtán til 23 metrar á sekúndu suðaustanlands og á Austfjörðum. Veður 28. desember 2022 07:13
34 látnir í Buffalo og enn leitað að líkum í föstum bílum Að minnsta kosti 34 eru látnir í Buffalo í New York eftir kuldakast síðustu daga en yfirvöld gera fastlega ráð fyrir að fleiri muni finnast látnir á næstu dögum. Lögregla leitar nú í bifreiðum sem hafa setið fastar í snjónum. Erlent 28. desember 2022 07:06
„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“ Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi. Innlent 27. desember 2022 22:26
Rýmingu í Mýrdal aflétt Rýmingu tveggja húsa í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Fólk á svæðinu er þó beðið um að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga. Innlent 27. desember 2022 15:20
Neyðarskýli borgarinnar verða opin fram yfir áramót Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar. Innlent 27. desember 2022 15:05
„Sófinn er notalegri en skaflinn“ Í ljósi atburða undanfarinna daga vill Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetja alla til að huga vel að útbúnaði bifreiða sinna. Innlent 27. desember 2022 13:57
„Ég held að jólin séu bara eins og hver annar þriðjudagur hjá þeim“ Ófærð og fannfergi er víða um land en lægð gengur nú yfir landið. Samgöngur hafa raskast og er ekki búist við að lægðin gangi yfir fyrr en í kvöld. Innlent 27. desember 2022 12:25
„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Innlent 27. desember 2022 11:06
Búið að opna Hellisheiði Hellisheiðin er nú opin í báðar áttir. Þá er einnig búið að opna vegina up Þrengsli og Sandskeið. Krýsuvíkurvegur og Suðurstrandarvegur eru enn ófærir. Reykjanesbrautinni er haldið opinni og búið er að opna Grindavíkurveg á ný. Innlent 27. desember 2022 10:08
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun er nú í gildi á Suðausturlandi. Búist er við þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með snjókomu en batna á vestan til á svæðinu eftir hádegi. Viðvörunin er þó í gildi til klukkan fjögur í dag. Innlent 27. desember 2022 09:34
Úrkomusvæðið færist austur eftir landinu í dag Nokkuð hefur snjóað á Suðvestur- og Suðurlandi í nótt og mun úrkomusvæðið fara austur eftir landinu í dag. Von er á nokkurri snjókomu á Suðausturland og síðar á Austfjörðum. Veður 27. desember 2022 07:16